Box

Fréttamynd

Svona mun fara um Mayweather í fangelsinu

Hnefaleikakappinn og milljónamæringurinn Floyd Mayweather Jr. mun þurfa að dúsa í fangelsi á næstunni og aðstæðurnar sem hann þarf að búa við líkjast lítið því ríkidæmi sem hann býr við.

Sport
Fréttamynd

Mayweather dæmdur í 90 daga fangelsi

Boxarinn Floyd Mayweather Jr. var í nótt dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir heimilisofbeldi en hann hafði játað brot sín. Það verður því einhver bið á því að Mayweather og Manny Pacquiao mætist í hringnum en hnefaleikaáhugamenn hafa beðið spenntir eftir þeim bardaga.

Sport
Fréttamynd

Haye bíður eftir Vitali

Það er ekki langt síðan Bretinn David Haye lagði hanskana á hilluna. Þeir virðast þó ekki vera límdir á hana því Haye er þegar farinn að íhuga að taka þá aftur fram úr hillunni.

Sport
Fréttamynd

Amir Khan tapaði fyrir Peterson

Bandaríkjamaðurinn Lamont Peterson vann í nótt góðan sigur á Bretanum Amir Khan í tvöföldum meistarabardaga í léttveltivigt. Þetta var aðeins annað tap Khan á ferlinum en Peterson hefur nú unnið 30 bardaga, gert eitt jafntefli og tapað einum. Peterson vann þar með WBA- og IBF-titlana af Khan.

Sport
Fréttamynd

Klitschko fékk nýrnasteinakast - berst ekki um helgina

Ekkert verður af bardaga Wladimir Klitschko og Jean-Marc Mormeck sem átti að fara fram í Düsseldorf um næstu helgi. Klitschko fékk nýrnasteinakast og þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Hann er því eðlilega ekki í neinu ástandi til þess að berjast.

Sport
Fréttamynd

Boxarinn heimsfrægi Joe Frazier er látinn

Joe Frazier, heimsmeistari í þungavigt boxsins á árunum 1970 til 1973, lést í gær eftir stutta baráttu við krabbamein. Frazier greindist með krabbamein í lifur fyrir aðeins nokkrum vikum og lá inn á sjúkrahúsi í Philadelphiu þegar hann lést.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vill berjast við Pacquiao í maí

Hinn ósigraði hnefaleikakappi Floyd Mayweather Jr. hefur ákveðið að berjast næst þann 5. maí á næsta ári. Hann vill helst mæta Manny Pacquiao en hnefaleikaáhugamenn hafa lengi beðið eftir því að sjá þessa tvo kappa mætast.

Sport
Fréttamynd

Haye staðfestir að hann sé hættur

Hnefaleikakappinn David Haye hefur staðfest sögusagnir vikunnar að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna Haye stendur við þau orð að keppa ekki eftir að hann verður 31 árs en hann á einmitt afmæli í dag.

Sport
Fréttamynd

Klitschko vill enn slást við Haye

Umboðsmaður Klitschko-bræðrana segir að ekki sé enn búið að útiloka bardaga á milli Vitali Klitschko og David Haye þó svo hermt sé að Haye ætli að leggja hanskana á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Umdeilt rothögg Mayweather gegn Ortiz

Floyd Mayweather yngri er enn ósigraður í hnefaleikaheiminum eftir að hafa rotað Victor Ortiz í MGM höllinni í Las Vegas í gær. Rothöggið kom í fjórðu lotu en þá náði Mayweather föstum hægri krók í Ortiz sem náði ekki að snúa til baka í bardagann.

Sport
Fréttamynd

Amir Khan: Verður erfitt að rota Judah

Það fer fram áhugaverður boxbardagi í Las Vegas í nótt þegar Amir Khan og Zab Judah mætast. Khan er helsta stjarna Breta og hann segist ætla að heilla áhorfendur í Las Vegas upp úr skónum.

Sport
Fréttamynd

Faðir Klitschko bræðranna látinn

Vladimir Klitschko eldri, faðir hnefaleikakappanna Vitali Klitschko og Wladimir Klitschko, lést á dögunum aðeins 64 ára, en hann hafði staðið í harðri baráttu við krabbamein undanfarinn ár.

Sport
Fréttamynd

Frank Warren: Haye er væluskjóða

Frank Warren, skipuleggjandi bardagans milli Wladimir Klitschko og David Haye fer ekki fögrum orðum um þann síðarnefnda, en Klitschko vann Haye á stigum í bardaga ársins.

Sport
Fréttamynd

Klitschko: Hefði viljað rota Haye

Wladimir Klitschko var alls ekki sáttur við hegðun David Haye í kvöld en Bretinn labbaði ekki í hringinn fyrr en rúmum tíu mínútum eftir að hann var kallaður á svið.

Sport
Fréttamynd

Klitschko þaggaði niður í Haye

Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko vann sigur á Bretanum David Haye í kvöld er þeir mættust í þungarvigtarbardaga í Hamburg. Haye hefur rifið stólpakjaft við Klitschko-bræðurna í nokkur ár en tókst ekki að standa við stóru orðin í kvöld þó svo hann hefði byrjað bardagann vel.

Sport
Fréttamynd

Haye ætlar að ganga frá Klitschko

Fjölmiðlastríðið er búið og nú þarf að láta hendurnar tala. David Haye og Wladimir Klitschko mætast í þungavigtarbardaga í kvöld þar sem þrjú heimsmeistarabelti eru í boði.

Sport
Fréttamynd

Pacquiao mætir Mosley í maí

Það verður risabardagi í Las Vegas þann 7. maí á næsta ári er þeir Manny Pacquiao og Shane Mosley mætast í hringnum.

Sport
Fréttamynd

Haye rotaði Harrison í þriðju lotu

Hnefaleikakappinn David Haye þarf ekki að flýja land því hann vann auðveldan sigur á Audley Harrison í þungavigtarbardaga þeirra í gær. Haye sagðist ætla að flytja frá Englandi ef hann myndi tapa. Hann myndi neyðast til þess því skömmin væri of mikil að tapa fyrir Harrison.

Sport
Fréttamynd

Haye mun flýja land ef hann tapar í kvöld

Það er hörkuþungavigtarbardagi í Bretlandi í kvöld þegar hinn kjaftfori David Haye mætir Audley Harrison í hringnum. Haye hefur verið yfirlýsingaglaður eins og venjulega fyrir bardagann.

Sport
Fréttamynd

Mayweather gæti fengið 34 ára fangelsisdóm

Dómstólar í Las Vegas hafa meinað hnefaleikakappanum Floyd Mayweather yngri að umgangast syni sína tvo sem eru í umsjá fyrrverandi unnustu hans. Hann má reyndar ekki koma nálægt henni heldur.

Sport