Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2021 10:00 Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Neytendur Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun