Tækni

Fréttamynd

Tónlist hlaðin niður í farsíma

Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður.

Erlent
Fréttamynd

Óviðkomandi með öryggiskóða

Sumir fyrrverandi öryggisverðir Securitas hafa gilda öryggiskóða að fyrirtækjum og heimilum sem keypt hafa þjónustu af fyrirtækinu. Fyrrum öryggisvörður afhenti blaðamanni Fréttablaðsins miða með númeri sem veitti fullan aðgang að því húsi sem blaðið hefur aðsetur í. Kóðanum var hins vegar breytt eftir samtal blaðamanns við forstjóra Securitas.

Innlent
Fréttamynd

Vírusar leggist á síma og bílvélar

Vírusar verða ekki bundnir við tölvur í framtíðinni, heldur gætu þeir einnig átt eftir að leggjast á síma og bílvélar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem öryggisdeild IBM gerði og verður birt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bæta öryggi barna á Netinu

Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla sölu grunnnets Símans

Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum.

Innlent
Fréttamynd

Lítið forrit lækkar símreikninginn

Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta farþegavél sögunnar

Airbus A380 farþegaflugvélin verður frumsýnd við hátíðlega athöfn í dag í Toulouse í Frakklandi og muna marka tímamót því hún er stærsta farþegaflugvél sögunnar.

Erlent
Fréttamynd

Ókeypis Opera í háskólana

Norska vafrafyrirtækið Opera Software tilkynnti í gær að æðri menntastofnanir gætu fengið ókeypis hugbúnaðarleyfi fyrir netvafra fyrirtækisins. Þetta er sagt gert til að mæta kröfum nemenda og háskóla um öruggt netvafur.

Innlent
Fréttamynd

Berst fyrir frelsi hugbúnaðar

Richard M. Stallman, hugbúnaðarfrömuður og baráttumaður gegn einkaleyfisbundnum hugbúnaði hélt á mánudag og þriðjudag tvo fyrirlestra í Kennaraháskóla Íslands. Stallmann er stofnandi "Free Software Foundation" og stofnandi GNU verkefnisins.

Innlent
Fréttamynd

Gagarín tilnefnt til verðlauna

Verkið "Hvernig verður þjóð til?" sem Gagarín vann fyrir Þjóðminjasafn Íslands er tilnefnt til norrænu Möbius margmiðlunarverðlauna.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi barna á Netinu

Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa fengið 25 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að stuðla að öruggri notkun barna og unglinga á Netinu. Verkefnið nær einnig til foreldra því meirihluti þeirra virðist ekki hafa hugmynd um netnotkun barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Kærðir fyrir brot á höfundarrétti

Félag hljómplötuframleiðenda, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Samtök myndrétthafa á Íslandi og Framleiðendafélagið hafa lagt fram kærur til Ríkislögreglustjóra á hendur 10 mönnum á fimm svokölluðum tengipunktum fyrir gróf brot á höfundarréttarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Ljósleiðari hækkar fasteignaverð

Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað samning þar sem gert er ráð fyrir að ljósleiðaratenging frá OR verði í öllum húsum á Seltjarnarnesi um mitt ár 2006.

Innlent
Fréttamynd

Tölvubrot á Akureyri

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri hefur til rannsóknar möguleg brot tölvufyrirtækis þar í bæ á höfundarréttarlögum. Uppi er grunur um að sett hafi verið upp stýrikerfi og jafnvel annar hugbúnaður á tölvur sem fyrirtækið selur án þess að fyrir lægju viðeigandi leyfi og greiðslur til rétthafa.

Innlent
Fréttamynd

Norsku leið Símans lokað

Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Viðtökur fram úr björtustu vonum

Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Strandafréttir á vefnum

Nýr héraðsfréttavefur fyrir Strandasýslu hefur verið opnaður. Það er fyrirtækið Sögusmiðjan á Kirkjubóli sem á frumkvæði að gerð vefjarins og ritstjóri er Jón Jónsson þjóðfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Misjafn erfðabreytileiki

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að sterk tengsl eru milli búsetu og erfðabreytileika. Kári Stefánsson segir niðurstöðurnar mikilvægar og þær megi nota til að hanna tilraunir til að einangra erfðamengi og kortleggja ákveðna sjúkdóma. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Milljarða bætur fyrir ruslpósts

Dómstóll í Iowa hefur dæmt þrjú fyrirtæki til þess að greiða netþjónustufyrirtæki 63 milljarða króna í skaðabætur fyrir ruslpóst sem þau sendu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja vita verð símtala fyrirfram

Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því.

Innlent
Fréttamynd

Tíu þúsund skráðir á Tónlist.is

Nær tíu þúsund manns hafa skráð sig á vefmiðilinn Tónlist.is. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þessa miklu þátttaka ekki koma á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Óværa í jólakveðju

Óvenjuskætt afbrigði tölvuorms fer mikinn í tölvupósti þessa dagana, en óværan ber með sér vírus að nafni Zafi.D. Ormurinn er dulbúinn sem jólakveðja og eru tölvunotendur hvattir til að uppfæra vírusvarnir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Vetnisvagnar aftur í umferð

Vetnisstöð Skeljungs og Íslenskrar Nýorku hóf aftur störf í gær en hún hefur verið biluð í nokkrar vikur. Á meðan hafa vetnisstrætisvagnar Nýorku staðið ónotaðir. Vetni verður dælt á þá aftur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar sannanir um vatn

Spirit, könnunarfar NASA á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast til öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tíman fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísindamönnum NASA á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Nottla gegt gaman

Ekki er víst, og reyndar æði ólíklegt, að allir lesendur skilji fyrirsögnina hér að ofan. Stór hópur á hins vegar auðvelt með að lesa þetta og við honum blasir einfaldlega: "Náttúrlega geðveikt gaman". Fjöldi orða er nú stafsettur á nýstárlegan hátt í samskiptum unga fólksins með fjarskiptatækjum nútímans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fullkomið hljóðkerfi í Egilsbúð

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað afhenti í gær Norðfirðingum að gjöf fullkomið hljóðkerfi. Hljóðkerfið hefur verið sett upp í Egilsbúð og notað þar undanfarnar vikur og segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, veitingamaður í Egilsbúð, að sennilega sé þetta eitt besta hljóðkerfið á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lítil viðbrögð við þráðlausu kerfi

Lítil pólitísk umræða hefur orðið um tilboð fjarskiptafyrirtækisins eMAX sem hefur sagst geta sett upp ódýra lausn á dreifikerfi internetsins fyrir landsbyggðina. Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að nokkrir þingmenn hafi haft samband við hann þegar fjallað var um fyrirtækið í fjölmiðlum fyrr í vetur til að fá upplýsingar um tæknina sem fyrirtækið notar.

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig ekki um tölvuleiki

Engar reglur gilda um tölvuleiki hér á landi. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur frá árinu 2001 óskað eftir reglum.

Innlent