Spænski boltinn

Fréttamynd

Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola

Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Við erum ekki búnir að vinna neitt

Real Madrid er komið í afar vænlega stöðu í spænsku úrvalsdeildinni eftir helgina. Madridarliðið er nú með tíu stiga forskot á Barcelona og margir á því að liðið sé nú þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

"Loksins" skoraði Messi og "loksins" vann Barca

Barcelona var búið að spila þrjá leiki í röð án þess að vinna og Lionel Messi var ekki búinn að skora í þremur leikjum í röð. Þetta þykir fréttnæmt en biðin tók enda í kvöld þegar Barcelona vann 2-1 sigur á Real Sociedad.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola um Messi: Þarf ekki sitt besta til að vera bestur

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er viss um að það hafi engin áhrif á Lionel Messi að hafa klikkað á vítaspyrnu í jafnteflinu á móti Valencia í vikunni. Messi átti möguleikja á að tryggja Barcelona sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi

Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Özil vill klára ferillinn hjá Real Madrid

Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er aðeins 23 ára gamall en hefur samt þegar sett stefnuna á það að klára ferilinn hjá spænska liðinu. Hann lét hafa það eftir sér í viðtali við þýska blaðið Kicker.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm mörk á fjórum dögum hjá Llorente

Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið sjóðheitur í þessari viku og skoraði tvö mörk fyrir framan landsliðsþjálfarann Vicente Del Bosque þegar Athletic Bilbao sló þriðju deildarliðið CD Mirandés úr úr bikarnum í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Ég svara þegar ég veit svarið sjálfur

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er enn ekki búinn að ákveða það hvort að hann haldi áfram með liðið eftir þetta tímabil. Guardiola hefur alltaf samið til eins árs í senn og vill ekki gera lengri saminga þótt að mikill áhugi sé fyrir hendi meðal forráðamanna félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Leikmenn Real Madrid kunna ekki að tapa

Xavi Hernandez, miðjumaður Barcelona, talaði illa um leikmenn Real Madrid í nýjum myndbroti sem var tekið upp af Barca TV þegar Xavi hélt að hann væri ekki í mynd. El Mundo birti myndbandið á heimasíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex leikmenn fjarverandi hjá Barcelona | Iniesta meiddur

Andrés Iniesta verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í bikarleik Barcelona og Real Madrid fyrr í vikunni. Alexis Sanchez meiddist einnig í leiknum og verða því sex leikmenn fjarverandi þegar að liði mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik

Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepe sleppur við bann fyrir að traðka á Messi

Pepe, portúgalski varnarmaður Real Madrid, fær enga refsingu fyrir að traðka á Lionel Messi leikmanni Barcelona í viðureign félaganna í Konungsbikarnum í síðustu viku. Spænska knattspyrnusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum á mánudag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.

Fótbolti