Spænski boltinn

Fréttamynd

Messi og Valdés veikir - missa af leiknum í kvöld

Barcelona verður án tveggja lykilmanna í kvöld þegar liðið mætir Osasuna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins fótbolta en þetta er fyrri leikur liðanna og fer leikur kvöldsins fram á heimavelli Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid lenti 0-2 undir en vann samt

Real Madrid komst í hann krappann á mót Malaga í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Real Madrid vann leikinn á endanum 3-2 eftir að hafa lent 0-2 undir eftir hálftíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho hefur ekki áhuga á því að selja leikmenn

Þegar lið eru með stóran hóp er alltaf hætta á því að leikmenn verði fúlir og vilji róa á önnur mið. Sú er staðan hjá Real Madrid en þjálfarinn, Jose Mourinho, er vongóður um að halda öllum leikmönnum félagsins út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo: Spænska deildin er betri en sú enska

Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að hann sé að spila í bestu deild í heimi. Flestir líta á sem svo að enska úrvalsdeildin sé besta fótboltadeildin í dag en Portúgalinn er ekki sammála. Hann er á sínu þriðja tímabili með Real Madrid.

Enski boltinn
Fréttamynd

Andres Iniesta meiddist - frá í fimmtán daga

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta meiddist í 9-0 stórsigri Barcelona á Hospitalet í Konungsbikarnum í gærkvöldi en það fór betur á en horfist og leikmaðurinn verður líklega ekki lengur frá en í fimmtán daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Barca: Guardiola ræður því hvort við þurfum Neymar eða ekki

Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ráði því algjörlega sjálfur hvort að félagið kaupi brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Santos. Neymar gat lítið sýnt í 0-4 tapi Santos á móti Barcelona í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður heims.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Villa líklega frá keppni í hálft ár

Spánverjinn David Villa verður líklega frá keppni næsta hálfa árið en hann fótbrotnaði í dag í leik Barcelona gegn Al-Sadd í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola sakar Marca um lygar

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að það sé ekkert hæft í þeim fregnum að félagið muni reyna að selja framherjann David Villa í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo skoraði í bikarsigri Real Madrid

Real Madrid vann 2-0 sigur á C-deildarliðinu Ponferradina á útivelli í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum spænska bikarsins í kvöld. Ponferradina féll úr b-deildinni á síðustu leiktíð en Real hóf bikarvörn sína í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Teiknimyndaþættir um Mourinho

Vinsældir Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og það miklar að nú á að ráðast í gerð teiknimyndaþátta þar sem portúgalski þjálfarinn verður í aðalhlutverki.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Benzema í sögubækurnar

Markið sem Karim Benzema skoraði fyrir Real Madrid gegn Barcelona í kvöld fer í sögubækurnar en ekkert mark hefur verið skorað eftir jafn skamman tíma í leik þessara sögufrægu liða í þau 216 skipti sem þau hafa mæst.

Fótbolti