Spænski boltinn

Fréttamynd

Villarreal hefur áhuga á Saviola

Forráðamenn spænska liðsins Villarreal hafa mikinn áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Javier Saviola í sínar raðir og eru ekki eina liðið sem sýnt hefur leikmanninum áhuga undanfarið. Saviola hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona þrátt fyrir að allir séu sammála um hæfileika hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham að samningaborði í næstu viku

Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

15 félög á eftir Beckham?

Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Valencia vill ekki missa Ayala

Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Belletti ekki á leið til Milan

Forráðamenn Barcelona hafa gefið út tilkynningu þar sem þeim sögusögnum sem segja bakvörðinn Juliano Belletti á leið til AC Milan í Janúasr er vísað til föðurhúsanna. Bróðir og umboðsmaður leikmannsins hafa sömu sögu að segja, svo að ljóst er að AC Milan þurfa að leita sér að liðsstyrk annarsstaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tomasson vill komast burt frá Stuttgart

Levante í spænsku úrvalsdeildinni er á höttunum á eftir danska landsliðsmanninum Jon Dahl Tomasson, sem er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá liði sínu Stuttgart og hugar sér því til hreyfings.

Fótbolti
Fréttamynd

Forráðamenn Real bíða ekki lengur

David Beckham hefur frest fram á gamlárskvöld til að svara nýju samningstilboði frá Real Madrid, ellegar verði hann seldur frá félaginu í janúar. Þessu er haldið fram í spænskum fjölmiðlum í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto´o: Ekkert mun stöðva mig

Nú styttist óðum í endurkomu Samuel Eto'o hjá Barcelona og eins og áður er ekkert skort á sjálfstrausti hjá framherjanum. Hann segir í nýlegu viðtali að hann að ekkert muni stoppa sig eftir að hann hefur leik að nýju og að markakóngstitilinn á Spáni sé ekki ómögulegt markmið fyrir sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello vill losna við Cassano

Vandræðagemlingurinn Antonio Cassano er að öllum líkindum á leið frá Real Madrid í janúar, að því er spænskir fjölmiðlar halda fram í gær. Hinn 24 ára gamli framherji er í algjörri ónáð hjá forráðamönnum félagsins sem vilja ólmir losna við hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapaði stigum

Sevilla hefur enn þriggja stiga forskot á meistara Barcelona á toppnum í spænsku deildinni eftir að Börsungar náðu aðeins 1-1 jafntefli við baráttuglatt lið Atletico Madrid á Nou Camp. Ronaldinho kom Barca yfir með marki úr aukaspyrnu en Sergio Aguero jafnaði metin fyrir Atletico. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli eftir 67 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Irueta hættur hjá Real Betis

Javier Irueta, þjálfari Real Betis í spænska boltanum, sagði í dag starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hann fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórn félagsins eftir slæmt gengi. Irueta stýrði áður liði Deportivo la Corunia, en hafði verið atvinnulaus í eitt ár þegar hann tók við Betis í sumar. Engar fréttir hafa borist af hugsanlegum eftirmanni Irueta.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho að fá spænskt vegabréf

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona á von á að fá spænskt vegabréf á næsta ári og mun í kjölfarið búa til pláss fyrir leikmann utan Evrópu í hópi Evrópumeistaranna. Líklegt þykir að það verði mexíkóski táningurinn Giovanni dos Santos, sem nú leikur með B-liði félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Atletico Madrid í beinni á Sýn í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50. Þetta er síðasti leikurinn í spænsku deildinni fyrir jólafrí og það verður Hörður Magnússon sem lýsir leik kvöldsins eins og honum einum er lagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram

Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid kaupir Gago

Spænska stórveldið Real Madrid hefur fengið 13,7 milljón punda tilboð sitt í miðjumanninn Fernando Gago samþykkt frá argentínska félaginu Boca Juniors. Þetta tilkynntu forráðamenn Juniors í dag og mun leikmaðurinn fara til Madrid til að skrifa undir samning í næstu viku. Gago er tvítugur og er talinn mikið efni líkt og framherjinn Gonzalo Higuain sem gekk í raðir Real í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid niðurlægt á heimavelli

Stórlið Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í gær þegar smálið Recreativo kom í heimsókn og vann stórsigur 3-0. Leikmenn Real spiluðu hörmulega í leiknum og enginn slakari en nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Fabio Cannavaro. Sevilla er á toppnum eftir auðveldan 4-0 sigur á Deportivo.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho náði einni æfingu

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano og Diarra settir út úr hópnum

Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello.

Fótbolti
Fréttamynd

Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool

Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia - Mallorca í beinni á Sýn Extra í kvöld

Leikur Valencia og Mallorca í spænska boltanum verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:55 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur á Sýn að loknum leik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum. Annað kvöld verður svo leikur Real Madrid og Recreativo í beinni á Sýn Extra á sama tíma og leikur Newcastle og Chelsea í deildarbikarnum á Englandi sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sveinn farinn að æfa með Barcelona

Fréttir frá Spáni í dag herma að Eiður Smári Guðjohnsen hafi nú komið átta ára gömlum syni sínum Sveini að hjá yngri flokkum Barcelona þar sem hann mun æfa undir handleiðslu góðra manna. Það er því útlit fyrir að knattspyrnuhefðin sterka í fjölskyldunni haldi áfram og hver veit nema Sveinn feti í fótspor föður síns og afa og verði atvinnumaður í knattspyrnu í framtíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Real vann nauman sigur

Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn

Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina

Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra.

Fótbolti
Fréttamynd

Gonzalo Higuain á leið til Real Madrid?

Talsmaður argentínska liðsins River Plate segir að félagið sé hársbreidd frá því að ná samningum við Real Madrid á Spáni um sölu á framherjanum efnilega Gonzalo Higuain. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur slegið í gegn í heimalandi sínu undanfarið og talið er að Real muni kaupa hann í janúar fyrir rúmar 8 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla lagði Real Madrid

Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho tryggði Barcelona sigur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn

Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla.

Fótbolti