Verðlag

Fréttamynd

Fjárfestar telja að Seðlabankanum takist að kæla hagkerfið

Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur komið hratt niður síðan peningastefnunefnd kom saman í ágúst, bæði í gegnum lækkun á óverðtryggðu kröfunni og hækkun á þeirri verðtryggðu. Það er lýsandi fyrir væntingar fjárfesta um að Seðlabankanum sé að takast að kæla hagkerfið með aðgerðum sínum. 

Innherji
Fréttamynd

Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum

„Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“

Innherji
Fréttamynd

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað ef spáin okkar rætist?

Það er enginn hægðarleikur að skyggnast inn í framtíðina þessa dagana. Framvinda innrásarinnar í Úkraínu, erfiðleikar í viðskiptalöndunum okkar og kjarasamningalotan framundan er meðal þess sem getur haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis næsta kastið.

Skoðun
Fréttamynd

Markaðurinn klofinn um næstu vaxtaákvörðun

Skiptar skoðanir eru á því hvort hjöðnun verðbólgu og merki um viðsnúning á fasteignamarkaði gefi Seðlabanka Íslands nægt tilefni til að hægja verulega á vaxtahækkunum. Meira en helmingur markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabankinn hækki vexti um 25 punkta á miðvikudaginn en aðrir telja að bankinn þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig og sjá því 50 punkta hækkun í kortunum.

Innherji
Fréttamynd

Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag

Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa

Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjald­skrár­hækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum

Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vextir, verð­bólga og öskrandi verkk­víði

Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Strætó hækkar verðið

Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Spá mesta hagvexti síðustu fimmtán ára

Hagvöxtur á Íslandi verður 7,3 prósent á árinu 2022 ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt verður síðar í dag. Svo mikill hagvöxtur hefur ekki verið hér á landi í fimmtán ár.

Innherji
Fréttamynd

Gefur Seðla­bankanum færi á að hægja á vaxta­hækkunar­taktinum

Lækkun íbúðaverðs í ágúst kom greinendum og fjárfestum á óvart, sem endurspeglaðist í skarpri lækkun óverðtryggðra ríkisbréfa í dag, en eftir þær tölur er ljóst að nýjasta spá Seðlabankans er að ofmeta verðbólguna talsvert næsta kastið. Þótt ástandið sé enn viðkvæmt þá þýðir kólnandi fasteignamarkaður að útlit er fyrir að lítið sé eftir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans, að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun
Fréttamynd

„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði

Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar

Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“

Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. 

Viðskipti innlent