Verðlag Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Innlent 12.9.2022 11:09 Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. Viðskipti innlent 12.9.2022 09:58 Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. Innlent 10.9.2022 13:55 Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“ Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. Viðskipti innlent 5.9.2022 21:33 „Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Innlent 5.9.2022 20:06 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Viðskipti innlent 5.9.2022 09:55 Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. Innlent 4.9.2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. Neytendur 3.9.2022 20:33 Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði. Innherji 2.9.2022 09:51 Samkaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta. Neytendur 1.9.2022 14:32 Lánveitendur þurfi að aðstoða fólk sjái það fram á tímabundna erfiðleika Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi segir fólk mun verndaðra gagnvart lánveitendum en fyrirtæki. Hægt sé að leita til bankanna, sjái fólk fram á tímabundna greiðsluörðugleika, sem verði að koma til móts við lántaka. Viðskipti innlent 1.9.2022 09:19 Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. Viðskipti innlent 30.8.2022 23:02 Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. Umræðan 30.8.2022 14:16 Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Innlent 30.8.2022 13:25 Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. Neytendur 30.8.2022 12:15 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. Viðskipti innlent 30.8.2022 11:41 Leið til að lækka matvælaverð Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla. Skoðun 30.8.2022 11:31 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Neytendur 30.8.2022 10:13 Víxlhækkanir vaxta og verðlags Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar. Skoðun 29.8.2022 15:01 Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. Neytendur 25.8.2022 21:46 Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. Innlent 25.8.2022 19:33 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. Neytendur 25.8.2022 13:01 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 24.8.2022 21:35 Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. Innherji 24.8.2022 20:52 Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. Neytendur 24.8.2022 17:17 Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Viðskipti innlent 24.8.2022 12:03 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Viðskipti innlent 24.8.2022 09:00 Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. Innherji 24.8.2022 08:32 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 24.8.2022 08:30 Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2022 17:34 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 32 ›
Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Innlent 12.9.2022 11:09
Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. Viðskipti innlent 12.9.2022 09:58
Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. Innlent 10.9.2022 13:55
Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“ Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. Viðskipti innlent 5.9.2022 21:33
„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Innlent 5.9.2022 20:06
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Viðskipti innlent 5.9.2022 09:55
Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. Innlent 4.9.2022 16:22
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. Neytendur 3.9.2022 20:33
Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði. Innherji 2.9.2022 09:51
Samkaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta. Neytendur 1.9.2022 14:32
Lánveitendur þurfi að aðstoða fólk sjái það fram á tímabundna erfiðleika Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi segir fólk mun verndaðra gagnvart lánveitendum en fyrirtæki. Hægt sé að leita til bankanna, sjái fólk fram á tímabundna greiðsluörðugleika, sem verði að koma til móts við lántaka. Viðskipti innlent 1.9.2022 09:19
Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. Viðskipti innlent 30.8.2022 23:02
Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. Umræðan 30.8.2022 14:16
Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Innlent 30.8.2022 13:25
Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. Neytendur 30.8.2022 12:15
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. Viðskipti innlent 30.8.2022 11:41
Leið til að lækka matvælaverð Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla. Skoðun 30.8.2022 11:31
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Neytendur 30.8.2022 10:13
Víxlhækkanir vaxta og verðlags Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar. Skoðun 29.8.2022 15:01
Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. Neytendur 25.8.2022 21:46
Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. Innlent 25.8.2022 19:33
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. Neytendur 25.8.2022 13:01
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 24.8.2022 21:35
Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. Innherji 24.8.2022 20:52
Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. Neytendur 24.8.2022 17:17
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Viðskipti innlent 24.8.2022 12:03
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Viðskipti innlent 24.8.2022 09:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. Innherji 24.8.2022 08:32
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 24.8.2022 08:30
Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2022 17:34