Verðlag Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. Neytendur 24.8.2022 17:17 Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Viðskipti innlent 24.8.2022 12:03 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Viðskipti innlent 24.8.2022 09:00 Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. Innherji 24.8.2022 08:32 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 24.8.2022 08:30 Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2022 17:34 Áhrif hækkunar stýrivaxta á fasteignamarkaðinn Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði. Skoðun 23.8.2022 15:01 Frysta verð til að berjast gegn verðbólgunni Franska verslunarkeðjan Carrefour hyggst leggja baráttunni gegn verðbólgu í Frakklandi lið með því að frysta vöruverð á hundrað vörum. Viðskipti erlent 22.8.2022 07:56 Telja að verðbólgan rjúfi tíu prósenta múrinn Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá. Viðskipti innlent 19.8.2022 10:10 Mögulega minna eftir af vaxtahækkunarferli Seðlabankans en var áður óttast Vísbendingar um að mjög sé að hægja á verðhækkunum á íbúðamarkaði eru fyrstu merki þess aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bíta fast sem gæti þýtt að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni taka að hjaðna nokkuð í kjölfarið, að mati hagfræðinga. Innherji 17.8.2022 18:14 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016. Viðskipti innlent 17.8.2022 11:19 Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. Innherji 17.8.2022 09:27 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 25,5 prósent síðustu tólf mánuði Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 951 í júlí og hækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í nóvember 2021 en þá var hún 0,7 prósent. Viðskipti innlent 16.8.2022 17:49 Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. Innlent 15.8.2022 10:45 Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. Skoðun 14.8.2022 22:32 Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Innlent 12.8.2022 12:01 Jólin verða dýrari en í fyrra Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Skoðun 11.8.2022 08:00 Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. Erlent 10.8.2022 16:33 „Þurfum að undirgangast viðurkennd lögmál hagfræðinnar,“ segir Bjarni Það er ekki hægt að flýja verðbólguna og Seðlabankinn mun ekki lækka vexti bara af því að gerð eru hróp að honum, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Innlent 10.8.2022 07:10 Tíu prósent heimila safni skuldum eða gangi á sparifé Um tíu prósent landsmanna safna skuldum eða þurfa að ganga á sparifé til að ná endum saman, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar Prósents sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Innlent 9.8.2022 07:47 Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. Viðskipti innlent 4.8.2022 07:01 Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. Viðskipti innlent 3.8.2022 21:35 Hæ, [verðbólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda. Skoðun 31.7.2022 09:00 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. Innlent 29.7.2022 23:00 Ágætt skyggni á Íslandsmiðum Það eru blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn. Skoðun 29.7.2022 17:00 Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. Viðskipti erlent 29.7.2022 11:11 Númeraplötur hækka um 136 prósent Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent. Innlent 29.7.2022 10:24 Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. Innlent 28.7.2022 20:57 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. Innlent 28.7.2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. Innlent 27.7.2022 23:00 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 32 ›
Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. Neytendur 24.8.2022 17:17
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Viðskipti innlent 24.8.2022 12:03
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Viðskipti innlent 24.8.2022 09:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. Innherji 24.8.2022 08:32
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 24.8.2022 08:30
Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2022 17:34
Áhrif hækkunar stýrivaxta á fasteignamarkaðinn Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði. Skoðun 23.8.2022 15:01
Frysta verð til að berjast gegn verðbólgunni Franska verslunarkeðjan Carrefour hyggst leggja baráttunni gegn verðbólgu í Frakklandi lið með því að frysta vöruverð á hundrað vörum. Viðskipti erlent 22.8.2022 07:56
Telja að verðbólgan rjúfi tíu prósenta múrinn Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá. Viðskipti innlent 19.8.2022 10:10
Mögulega minna eftir af vaxtahækkunarferli Seðlabankans en var áður óttast Vísbendingar um að mjög sé að hægja á verðhækkunum á íbúðamarkaði eru fyrstu merki þess aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bíta fast sem gæti þýtt að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni taka að hjaðna nokkuð í kjölfarið, að mati hagfræðinga. Innherji 17.8.2022 18:14
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016. Viðskipti innlent 17.8.2022 11:19
Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. Innherji 17.8.2022 09:27
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 25,5 prósent síðustu tólf mánuði Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 951 í júlí og hækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í nóvember 2021 en þá var hún 0,7 prósent. Viðskipti innlent 16.8.2022 17:49
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. Innlent 15.8.2022 10:45
Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. Skoðun 14.8.2022 22:32
Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Innlent 12.8.2022 12:01
Jólin verða dýrari en í fyrra Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Skoðun 11.8.2022 08:00
Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. Erlent 10.8.2022 16:33
„Þurfum að undirgangast viðurkennd lögmál hagfræðinnar,“ segir Bjarni Það er ekki hægt að flýja verðbólguna og Seðlabankinn mun ekki lækka vexti bara af því að gerð eru hróp að honum, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Innlent 10.8.2022 07:10
Tíu prósent heimila safni skuldum eða gangi á sparifé Um tíu prósent landsmanna safna skuldum eða þurfa að ganga á sparifé til að ná endum saman, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar Prósents sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Innlent 9.8.2022 07:47
Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. Viðskipti innlent 4.8.2022 07:01
Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. Viðskipti innlent 3.8.2022 21:35
Hæ, [verðbólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda. Skoðun 31.7.2022 09:00
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. Innlent 29.7.2022 23:00
Ágætt skyggni á Íslandsmiðum Það eru blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn. Skoðun 29.7.2022 17:00
Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. Viðskipti erlent 29.7.2022 11:11
Númeraplötur hækka um 136 prósent Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent. Innlent 29.7.2022 10:24
Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. Innlent 28.7.2022 20:57
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. Innlent 28.7.2022 19:06
Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. Innlent 27.7.2022 23:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent