Hernaður Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. Erlent 22.12.2023 15:25 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. Erlent 22.12.2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Erlent 21.12.2023 07:06 Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Erlent 20.12.2023 08:26 Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Erlent 19.12.2023 11:05 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Erlent 19.12.2023 09:19 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. Erlent 18.12.2023 10:15 Öryggisráðið greiðir atkvæði um vopnahléstillögu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Erlent 18.12.2023 06:45 Vopnahlé strax Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Skoðun 14.12.2023 14:00 Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. Erlent 14.12.2023 12:20 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Erlent 13.12.2023 10:37 Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Erlent 13.12.2023 08:00 Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Erlent 12.12.2023 17:05 Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Erlent 11.12.2023 16:58 Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. Erlent 11.12.2023 11:01 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Erlent 7.12.2023 23:17 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. Erlent 7.12.2023 06:42 Egeland kallar aðgerðir Ísraela verstu árásir okkar tíma Jan Egeland, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og einn af arkítektum Oslóarsamkomulagsins sem á sínum tíma tókst að koma á friði á milli Ísraela og Palestínumanna, gagnrýnir harðlega þær þjóðir sem sjá Ísraelsmönnum fyrir vopnum. Erlent 6.12.2023 07:01 Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Erlent 5.12.2023 18:19 UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Erlent 5.12.2023 08:31 Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. Erlent 5.12.2023 07:32 Aðgerðum að mestu lokið í norðurhlutanum og suðurhlutinn næstur Skriðdrekar, herflutningabifreiðar og jarðýtur Ísraelshers eru komnar inn á suðurhluta Gasa, nærri Khan Younis. Erlendir miðlar hafa eftir talsmanni hersins að aðgerðum í norðurhlutanum sé að stærstum hluta lokið. Erlent 5.12.2023 06:54 Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. Erlent 4.12.2023 07:07 Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Erlent 1.12.2023 14:33 Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Erlent 30.11.2023 13:12 Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. Erlent 30.11.2023 06:36 Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. Erlent 29.11.2023 13:46 Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Erlent 29.11.2023 11:07 Umfangsmiklar aðgerðir Ísraelshers sagðar standa yfir á Vesturbakkanum Palestínska dagblaðið Al-Quds segir Ísraelsher hafa ráðist inn í Jenin á Vesturbakkanum. Fréttamaður Al Jazeera í Jerúsalem segir aðgerðirnar hafa hafist í gærkvöldi og þær virðast enn í gangi. Erlent 29.11.2023 06:53 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 55 ›
Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. Erlent 22.12.2023 15:25
Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. Erlent 22.12.2023 06:26
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Erlent 21.12.2023 07:06
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Erlent 20.12.2023 08:26
Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. Erlent 19.12.2023 11:05
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Erlent 19.12.2023 09:19
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. Erlent 18.12.2023 10:15
Öryggisráðið greiðir atkvæði um vopnahléstillögu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir og greiða atkvæði um nýja tillögu um tafalaust og varanlegt vopnahlé á Gasa, til að greiða fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Erlent 18.12.2023 06:45
Vopnahlé strax Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Skoðun 14.12.2023 14:00
Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. Erlent 14.12.2023 12:20
Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Erlent 13.12.2023 10:37
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Erlent 13.12.2023 08:00
Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Erlent 12.12.2023 17:05
Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Erlent 11.12.2023 16:58
Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. Erlent 11.12.2023 11:01
Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Erlent 7.12.2023 23:17
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. Erlent 7.12.2023 06:42
Egeland kallar aðgerðir Ísraela verstu árásir okkar tíma Jan Egeland, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og einn af arkítektum Oslóarsamkomulagsins sem á sínum tíma tókst að koma á friði á milli Ísraela og Palestínumanna, gagnrýnir harðlega þær þjóðir sem sjá Ísraelsmönnum fyrir vopnum. Erlent 6.12.2023 07:01
Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. Erlent 5.12.2023 18:19
UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Erlent 5.12.2023 08:31
Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. Erlent 5.12.2023 07:32
Aðgerðum að mestu lokið í norðurhlutanum og suðurhlutinn næstur Skriðdrekar, herflutningabifreiðar og jarðýtur Ísraelshers eru komnar inn á suðurhluta Gasa, nærri Khan Younis. Erlendir miðlar hafa eftir talsmanni hersins að aðgerðum í norðurhlutanum sé að stærstum hluta lokið. Erlent 5.12.2023 06:54
Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. Erlent 4.12.2023 07:07
Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Erlent 1.12.2023 14:33
Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Erlent 30.11.2023 13:12
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. Erlent 30.11.2023 06:36
Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. Erlent 29.11.2023 13:46
Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Erlent 29.11.2023 11:07
Umfangsmiklar aðgerðir Ísraelshers sagðar standa yfir á Vesturbakkanum Palestínska dagblaðið Al-Quds segir Ísraelsher hafa ráðist inn í Jenin á Vesturbakkanum. Fréttamaður Al Jazeera í Jerúsalem segir aðgerðirnar hafa hafist í gærkvöldi og þær virðast enn í gangi. Erlent 29.11.2023 06:53