Ítalski boltinn

Fréttamynd

Fer frá Napoli til Internazionale

Walter Mazzarri verður nýr þjálfari ítalska liðsins Internazionale frá Mílanó en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Mazzarri hefur gert frábæra hluti með Napoli á fjórum tímabilum sínum þar.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez ráðinn þjálfari Napoli

Forseti Napoli, Aurelio de Laurentiis, hefur staðfest að Spánverjinn Rafael Benitez taki við sem þjálfari liðsins í sumar. Hann tekur við starfinu af Walter Mazzarri.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli og Mexes björguðu Milan

AC Milan var þremur mínútum frá því að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu í næstu leiktíð en tvö mörk undir lokin tryggðu liðinu 2-1 sigur á Siena í lokaumferð ítölsku knattspyrnunnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli labbar útaf næst

Mario Balotelli, framherji AC Milan, hefur ítrekað verið fórnarlamb kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum andstæðinganna síðan að hann snéri aftur til Ítalíu í janúarglugganum. Þetta gerðist síðast á móti Roma á sunnudagskvöldið þar sem þurfti að gera hlé á leiknum til þess að fá stuðningsmenn Roma til að hætta níðsöngvunum um Balotelli og Kevin Prince-Boateng.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Roma sungu níðsöngva um Balotelli

Kynþáttafordómar stálu enn einu sviðsljósinu í ítalska fótboltanum í kvöld þegar stuðningsmenn Roma gerðu sig seka um kynþáttaníð gagnvart Mario Balotelli, leikmanni AC Milan. Þetta gerðist í markalausu jafntefli AC Milan og Roma á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli með tvö mörk á móti Birki og félögum

Mario Balotelli heldur áfram að raða inn mörkum í ítalska fótboltanum en hann skoraði tvö mörk í kvöld þegar AC Milan vann 4-0 útisigur á Birki Bjarnasyni og félögum hans í Pescara. Mario Balotelli hefur nú skorað 11 mörk í 11 deildarleikjum með AC Milan síðan að liðið fékk hann frá Manchester City í janúarglugganum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm mörk Klose á 40 mínútum

Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose skoraði fimm mörk á fjörutíu mínútum þegar Lazio tók Bologna í kennslustund í ítölsku knattspyrnunni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan sektað vegna hegðunar stuðningsmanna

Stuðningsmenn AC Milan urðu sér til skamamr um helgina er þeir gerðu grín að Javier Zanetti, fyrirliða Inter. Þeir skemmtu sér konunglega á leiknum gegn Catania þar sem Zanetti hafði meiðst illa.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli ósáttur við dómarana

Mario Balotelli, framherji AC Milan, er ekki sáttur við dómarana í ítölsku deildinni en hann segist ekki fá sömu meðferð hjá þeim og aðrir leikmenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zanetti neitar að gefast upp

Hinn 39 ára gamli Argentínumaður Javier Zanetti, leikmaður Inter, varð fyrir miklu áfalli um helgina er hann sleit hásin. Óttast margir að glæstum ferli hans sé því lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus einu stigi frá titlinum

Juventus hafði betur gegn Torino í borgarslag liðanna í ítalska boltanum í dag, 2-0. Juve er nú aðeins einu stigi frá ítalska meistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lætur ekki rasistana reka sig úr landi

Þó svo Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, þurfi reglulega að þola kynþáttaníð í ítalska boltanum þá ætlar hann ekki að láta rasistana hafa betur. Hann tekur ekki í mál að hætta að spila í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla konan hafði betur

Arturo Vidal skoraði eina markið úr vítaspyrnu þegar Juventus vann 1-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í ítölsku knattspyrnunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli sektaður fyrir að reykja inn á klósetti

Mario Balotelli og félagar í AC Milan náðu bara 2-2 jafntefli á móti Fiorentina í ítölsku deildinni í dag þrátt fyrir að spila manni fleiri í 50 mínútur en Balotelli tókst að koma sér í vandræði í lestarferðinni til Flórens.

Fótbolti