Ítalski boltinn

Fréttamynd

Forlan kom meiddur heim frá Úrúgvæ

Forráðamenn Inter fóru ekki í neitt sérstakt jólaskap er þeir sáu framherjann sinn, Diego Forlan, meiðast í landsleik Úrúgvæ og Paragvæ á þriðjudag. Forlan skoraði í leiknum en varð síðan að fara af velli vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill fá Carvalho

Forráðamenn Juventus ætla að styrkja lið sitt í janúarglugganum og þeir hafa nú beint spjótum sínum að portúgalska varnarmanninum Ricardo Carvalho sem leikur með Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano hættir eftir HM 2014

Hinn umdeildi ítalski framherji, Antonio Cassano, hefur gefið það út að hann muni leggja skóna á hilluna eftir HM í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Krkic afar hrifinn af Totti

Spánverjinn Bojan Krkic er afar sáttur í herbúðum ítalska félagsins Roma en þangað kom hann í sumar frá Barcelona. Krkic hrósar fyrirliða félagsins, Francesco Totti, sérstaklega mikið.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli vann Inter 3-0 í Mílanó og fór á toppinn

Napoli komst í efsta sæti ítölsku deildarinnar eftir 3-0 sigur á Inter Milan á San Siro í Mílanó í kvöld. Napoli-liðið nýtti sér vel umdeildan brottrekstur á Inter-manninum Joel Obi sem fékk sitt annað gula spjald á 41. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti: Allt orðið eðlilegt á nýjan leik

Massimo Moratti, forseti Inter, andaði aftur eðlilega um helgina. Hann sagði að hlutirnir væru aftur orðnir eðlilegir hjá félaginu. Claudio Ranieri stýrði sínum fyrsta leik um helgina en Gian Piero Gasperini var rekinn eftir aðeins fimm leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato frá í fjórar vikur

Brasilíumaðurinn Pato hjá AC Milan verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Udinese í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri ráðinn þjálfari Inter

Claudio Ranieri fékk enn eitt risastarfið í fótboltanum í dag er hann var ráðinn þjálfari Inter í stað Gian Piero Gasperini sem fékk að taka pokann sinn eftir aðeins nokkra leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan og Inzaghi snúa aftur

Læknaliði AC Milan gengur vel að koma Zlatan Ibrahimovic aftur á lappir og svo gæti farið að hann spili um helgina. Það er nokkuð fyrr en búist var við er hann meiddist.

Fótbolti
Fréttamynd

Gasperini rekinn frá Inter

Þjálfaraferill Gian Piero Gasperini hjá Inter var stuttur því hann var í morgun rekinn frá félaginu. Inter hefur gengið hörmulega í upphafi leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon fer aldrei frá Juventus

Þó svo markvörðurinn Gianlugi Buffon hafi verið margoft orðaður við fjölda stórliða í Evrópu hefur hann haldið tryggð við Juventus. Hann stefnir á að klára feril sinn hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörkin stóðu ekki á sér í ítalska boltanum

Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og mörkin stóðu ekki á sér. Helst ber að nefna að Juventus rústaði Parma 4-1 með mörkum frá Stephan Lichtsteiner, Simone Pepe, Arturo Vidal og Claudio Marchisio.

Fótbolti
Fréttamynd

Vucinic rændur um hábjartan dag

Mirko Vucinic, framherji Juventus, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera rændur um hábjartan dag í Tórínó. Tveir þjófar á vespu rændu hann öllu sem hann var með á sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuttur samningur í höfn - verkfallinu á Ítalíu lokið

Ítalska A-deildin getur loksins farið af stað eftir landsleikjahléið eftir að deiluaðilar skrifuðu undir nýjan samning í dag. Leikmannasamtökin og ítalska deildin komu sér saman um að skrifa undir stuttan samning sem rennur út strax í júní.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni

Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan.

Fótbolti