Ítalski boltinn

Fréttamynd

Sanchez semur við Barcelona

Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan Ibrahimovich með enn eitt gullkornið

Zlatan Ibrahimovich, þarf ekki að berja í sig sjálfstraust á hverjum einasta degi, því hann fullyrðir að hann sé besti fótboltamaður heims. Nýjasta útspil sænska landsliðsframherjans hefur vakið mikla athygli og flestir fótboltasérfræðingar hafa einfaldlega hlegið þegar þeir hafa heyrt af þessari skoðun framherjans.

Fótbolti
Fréttamynd

Luis Enrique að taka við Roma

Flest bendir til þess að Spánverjinn Luis Enrique taki við þjálfun ítalska knattspyrnuliðsins A.S. Roma. "Mér líst vel á verkefnið hjá Roma. Það þarf bara að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en gengið verður frá samningi,“ sagði Enrique við ítalska fjölmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Enrique líklega að taka við Roma

Fyrrum leikmaður Barcelona og Real Madrid, Luis Enrique, verður að öllum líkindum næsti þjálfari ítalska úrvalsdeildarliðsins Roma. Þetta herma ítalskir fjölmiðlar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirlo samdi við Juventus

Andrea Pirlo hefur söðlað um og gengið til liðs við Juventus eftir að hafa verið á mála hjá AC Milan í áratug.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon verður áfram hjá Juventus

Það virðist vera árlegt slúður að orða markvörðinn Gianluigi Buffon við hin og þessi félög út um alla Evrópu. Engu að síður heldur hann alltaf áfram hjá Juve og það er ekkert að breytast núna.

Fótbolti
Fréttamynd

Cavani framlengdi við Napoli

Það verður ekkert af því að úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani skipti um félag í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Napoli sem gildir til ársins 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír leikmenn AC Milan framlengja

Undirbúningur Ítalíumeistara AC Milan fyrir næsta tímabil gengur vel. Félagið er þegar búið að kaupa Philippe Mexes og þrír núverandi leikmenn félagsins hafa nú framlengt samningi sínum við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mexes valdi Milan fram yfir Real Madrid

Franski varnarmaðurin Philippe Mexes hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AC Milan en hann kemur til félagsins frá Roma. Mexes segist einnig hafa fengið tilboð frá Real Madrid sem hann hafnaði.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter öruggt með annað sætið á Ítalíu

Inter og Napoli skildu í kvöld jöfn, 1-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar og þarf ekki að taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma og Juventus töpuðu bæði

Roma keppir ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og útlit er fyrir að Juventus verði ekki einu sinni með í Evrópudeildinni. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan Ibrahimovic meistari áttunda tímabilið í röð

Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð í gærkvöldi ítalskur meistari með félögum sínum í AC Milan og hélt þar með áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þetta er í níunda sinn á ferlinum sem Zlatan verður meistari með sínu félagi en hann hefur nú fagnað meistaratitli á hverju ári frá og með tímabilinu 2003-2004.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn síðan 2004

AC Milan tryggði sér í kvöld ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að gera markalaust jafntefli á útivelli á móti Roma. AC Milan menn þurftu aðeins að ná í eitt stig í þessum leik til þess að tryggja sér endanlega titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fátt virðist stöðva AC Milan

Fjölmargir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en helst ber að nefna góðan sigur hjá AC Milan gegn Bologna 1-0, en Mathieu Flamini skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan gefur ekkert eftir

AC-Milan gaf ekkert eftir í toppbaráttunni í kvöld en þeir unnu Brescia1-0 í ítölsku A-deildinni. Robinho skoraði eina mark leiksins í heldur tíðindalitlum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho ætlar sér aftur til Inter, en ekki strax

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport að allar þær sögusagnir um það að Portúgalinn væri á leiðinni til Inter strax aftur á næsta tímabili væru úr lausu lofti gripnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonir Napoli orðnar litlar, en Inter gefst ekki upp

Átta leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og fjölmargir skemmtilegir leikir litu dagsins ljós. Palermo vann óvæntan sigur, 2-1, gegn Napoli og gerðu gott sem útum meistaravonir Napoli, en þeir eru sex stigum á eftir AC Milan sem á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Tevez í ítalska boltann?

Samkvæmt ítalska dagblaðinu Corriere dello Sport verður það algjört forgangsatriði hjá Inter Milan að festa kaup á Carlos Tevez, fyrirliða Manchester City fyrir næsta tímabil.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markasúpa á Ítalíu

Sex leikir fóru fram í seríu A á Ítalíu í dag og mörkin létu ekki á sér standa. Fiorentina og Juventus gerðu markalaust jafntefli í stærsta leik dagsins sem verður að teljast slæm úrslit fyrir bæði lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Boateng verður áfram hjá Milan

Ferill Ganamannsins Kevin Prince-Boateng hefur verið afar sérstakur. Hann fór frá Portsmouth yfir til ítalska liðsins Genoa þar sem hann var lánaður til besta liðs Ítalíu, AC Milan.

Fótbolti