Ítalski boltinn

Fréttamynd

Eto’o á skotskónum í 2-0 sigri Inter á Parma

Samuel Eto’o og Diego Milito skoruðu mörk Inter í 2-0 sigri á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter er því tveimur stigum á eftir Juventus og Sampdoria sem hafa bæði unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter og spáir því að hann verði spútnikstjarna Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Balotelli þykir vera hæfileikaríkur framherji en hann er einnig þekktur fyrir það að hafa litla stjórn á skapi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani: Berlusconi er ekki knattspyrnustjóri AC Milan

Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan ítrekar í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag að staða knattspyrnustjórans Leonardo sé ekki í hættu en hann var gagnrýndur af Silvio Berlusconi, eiganda og forseta AC Milan, eftir 0-4 rassskellinguna í nágrannaslagnum gegn Inter á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho neitar að hafa gefið viðtal

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er Jose Mourinho með talsmann þó svo hann tali mikið sjálfur. Að sögn talsmannsins talaði Mourinho þó ekki við spænska blaðið El Mundo Deportivo á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri tekinn við Roma

Claudio Ranieri var ekki atvinnulaus lengi líkt og oft áður. Hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá Roma og tekur hann við þjálfarastöðunni af Luicano Spalletti.

Fótbolti
Fréttamynd

Spalletti hættur hjá Roma

Luciano Spalletti hefur gefið það út að hann sé hættur sem knattspyrnustjóri AS Roma og halda ítalskir fjölmiðlar því fram að Claudio Ranieri muni taka við.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter kjöldró AC Milan

Það var sannkallaður stórleikur í ítalska boltanum í kvöld þegar Mílanóliðin, Inter og AC Milan, mættust á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea gæti bundið enda á feril Mutu

Rúmenski knattspyrnumaðurinn, Adrian Mutu, er í vondum málum. Ef hann greiðir Chelsea ekki rúmar 17 milljónir evra fyrir mánudag gæti knattspyrnuferill hans verið á enda.

Fótbolti
Fréttamynd

Burdisso gengur til liðs við Roma á lánssamning

Varnarmaðurinn Nicolas Burdisso hjá Inter hefur ekki átt fast sæti í Mílanóborgarliðinu eftir að knattspyrnustjórinn José Mourinho tók við félaginu og er nú búinn að samþykkja að fara til Roma á lánssamningi út yfirstandandi keppnistímabil á ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato bjargaði AC Milan fyrir horn

Ítalska Serie A-deildin hófst í kvöld með tveimur leikjum þar sem AC Milan vann Siena og Bologna og Fiorentina skildu jöfn. Brasilíska undrabarnið Alexandre Pato stal senunni í 1-2 sigri AC Milan gegn Siena en flestra augu voru á landa hans Ronaldinho sem forráðamenn Mílanóborgarfélagsins hafa dásamað á síðustu vikum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder hugsanlega á leið til Inter

Umboðsmaður hollenska landsliðsmannsins Wesley Sneijder hefur staðfest að Inter og Real Madrid séu búin að ná sáttum um 15,5 milljón punda kaupverð á leikmanninum og það sé nú í höndum hans sjálfs hvort af félagsskiptunum verði.

Fótbolti
Fréttamynd

Riise kærir hinn norska Einar Bárðarson

Það er ekki bara á Íslandi sem finna má umboðsmann að nafni Einar Bárðarson. Norski fótboltakappinn John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool kærði umboðsmann sinn á dögunum fyrir fjárdrátt en sá heitir Einar Baardsen.

Fótbolti