Ítalski boltinn

Fréttamynd

Stankovic knattspyrnumaður ársins

Miðjumaðurinn sterki Dejan Stankovic hjá Inter Milan hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Serbíu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun eftir að Serbía og Svartfjallaland skiptust upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Deschamps hefur áhuga á Masherano

Didier Deschamps, þjálfari ítalska liðsins Juventus, hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að fá til sín leikmann á borð við Javier Mascherano hjá West Ham, en þrálátur orðrómur er á kreiki um að Argentínumennirnir Masherano og Carlos Tevez verði seldir frá enska félaginu í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio vann grannaslaginn

Lazio gerði grönnum sínum og erkifjendum í Roma litla greiða í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur í grannaslag liðanna í Rómarborg. Tap Roma þýðir að liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan, en Lazio skellti sér í fimmta sætið með þessum glæsilega sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Inter

Inter Milan náði í dag 7 stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar með auðveldum 3-0 sigri á Empoli, en Roma getur minnkað forskot liðsins með sigri á grönnum sínum í Lazio í kvöld. Hernan Crespo, Zlatan Ibrahimovic og Walter Samuel skoruðu mörk Inter í dag, en vandræði granna þeirra í AC Milan halda áfram eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Torino á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus á toppinn

Juventus smellti sér á toppinn í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Verona 1-0 í dag með marki frá Mauro Camoranesi. Juventus er á toppnum ásamt Bologna með 28 stig, en Napoli getur komist á toppinn á ný með sigri á Cesena á mánudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Nedved hótar að hætta

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus er æfur yfir því að hafa verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að móðga og stíga ofan á dómara í leik Juve og Genoa um síðustu helgi. Nedved segist frekar ætla að hætta að spila en að gangast við banninu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýr skandall í uppsiglingu á Ítalíu?

Svo gæti farið að annað stórt knattspyrnuhneyksli sé nú í uppsiglingu í ítalskri knattspyrnu en blaðið Gazzetta Dello Sport birti í dag nafnalista manna sem sakaðir eru um að hafa veðjað ólöglega á úrslit leikja á bilinu 1998-2005.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter að undirbúa tilboð í Beckham?

Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að ítölsku meistararnir í Inter Milan séu að undirbúa að bjóða David Beckham frá Real Madrid samning og heldur því fram að hann muni fá 110 þúsund pund í vikulaun. Samningur Beckham rennur út í júlí og því geta félög boðið honum samning á nýju ári ef hann nær ekki samningum við Real.

Fótbolti
Fréttamynd

Nedved í fimm leikja bann

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved var í dag dæmdur í fimm leikja bann með liði Juventus í ítölsku B-deildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Juve og Genoa. Nedved missti stjórn á skapi sínu og traðkaði á andstæðingi sínum og bætti um betur og tróð dómaranum niður þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Juventus er í öðru sæti deildarinnar og mætir toppliðinu Bologna í næsta leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko er ekki á leið til Ítalíu

Adriano Galliani hjá AC Milan, segir að ekkert sé til í þeim fullyrðingum bresku blaðanna að framherjinn Andriy Shevchenko sé á leið aftur til AC Milan. "Við höfum ekki verið í neinum viðræðum við Chelsea um að fá leikmanninn aftur til okkar," sagði Galliani á heimasíðu ítalska félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta og Serginho undir hnífinn?

Svo gæti farið að varnarmennirnir Alessandro Nesta og Serginho hjá ítalska liðinu AC Milan þyrftu báðir að fara í aðgerð fljótlega vegna þrálátra meiðsla sem hafa hrjáð þá lengi. Nesta kom inn sem varamaður í leik gegn Messina á dögunum en kenndi sér meins í öxlinni og þarf nú líklega í uppskurð. Sömu sögu er að segja af Serginho, nema hvað hann er meiddur í baki.

Fótbolti
Fréttamynd

Af hverju að fara til Englands?

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan á Ítalíu segist ekki skilja af hverju framherji sem er sáttur í herbúðum liðs síns á Ítalíu ætti að láta sér detta í hug að flytja til Englands og spila í ensku úrvaldseildinni. Þessi orð lét hann falla í samtali við breska blaðið Mirror þegar hann svar spurður út í vandræði Andriy Shevchenko hjá Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dida dregur lappirnar

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa lýst yfir óánægju sína með það hversu erfiðlega gengur að ná samningum við brasilíska markvörðinn Dida. Samningur Dida rennur út í júní, en hann nú meiddur og getur ekki spilað með liðinu fyrr en í fyrsa lagi í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter heldur toppsætinu

Inter Milan hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir mjög þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Palermo á Sikiley í kvöld. Zlatan Ibrahimovic og Patrick Vieira skoruðu mörk Mílanóliðsins í kvöld. Palermo búið að missa annað sætið alfarið í hendur Roma sem lagði Sampdoria 4-2 í dag þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Fótbolti
Fréttamynd

Maldini tryggði Milan sigur

Gamla brýnið Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Messina í ítölsku A-deildinni. Milan hafði ekki unnið sigur í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og því má segja að mark fyrirliðans hafi verið gulls ígildi. Hann var raunar nálægt því að skora öðru sinni í leiknum en skalli hans hafnaði í slánni á marki Messina.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamlir refir íhuga að hætta

Ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að einhver skörð verði væntanlega höggvin í stórlið AC Milan í vor, því þeir Paolo Maldini og Alessandro Corstacurta hallist að því að leggja skóna á hilluna. Þá er einnig reiknað með því að brasilíski bakvörðurinn Cafu sé að spila sína síðustu leiktíð með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum

Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter með þriggja stiga forystu

Inter Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins. Hernan Crespo tryggði liðinu 1-0 sigur á Reggina en Roma burstaði Catania, 7-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro verður valinn bestur

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro verður valinn leikmaður ársins af franska fótboltatímaritinu France Football, að því er Ramon Calderon, forseti Real Madrid, heldur fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég á skilið að fá gullknöttinn

Fabio Cannvaro, leikmaður Real Madrid og ítalska landsliðsins, segist vonast til að ítalskur leikmaður verði sæmdur gullknettinum þegar hann verður afhentur fljótlega, en hann og Gianluigi Buffon markvörður eru báðir tilnefndir.

Fótbolti
Fréttamynd

Palermo á toppnum

Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti tryggði Roma sigur á Milan

Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta.

Fótbolti
Fréttamynd

Rændur og barinn af þjófum í Róm

Dino Zoff, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hann var á göngu með konu sinni í Róm á laugardagskvöldið. Óprúttnir náungar höfðu af þeim öll þeirra verðmæti og gáfu Zoff um leið vænt glóðurauga.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter lagði Milan í æsilegum leik

Inter Milano lagði granna sína í AC Milan 4-3 í æsilegu uppgjöri erkifjendanna í ítölsku A-deildinni í gær. Crespo, Stankovic og Ibrahimovic komu Inter í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Seedorf minnkaði muninn fyrir Inter. Materazzi kom þá Inter í 4-1 og var rekinn af velli fyrir fagnaðarlæti sín og í kjölfarið minnkuðu þeir Gilardino og Kaka muninn fyrir AC.

Fótbolti
Fréttamynd

Dómurinn enn mildaður

Refsing þriggja ítalskra knattspyrnufélaga sem gert var að sæta refsingu fyrir hlut sinn í knattspyrnuskandalnum þar í landi í sumar var í kvöld mildaður enn einu sinni. Átta stiga refsing AC Milan mun standa áfram, en Lazio, Juventus og Fiorentina fá refsingar sínar mildaðar og er þessu ljóta máli nú formlega lokið þar sem ekki verður um frekari áfrýjun að ræða. Nánari upplýsinga er að vænta innan skamms.

Fótbolti
Fréttamynd

Pressan er öll á Milan

Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter burstaði Livorno

Heil umferð var á dagskrá í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Efsta liðið Inter Milan vann auðveldan 4-1 sigur á Livorno þar sem Ibrahimovic, Cruz og Materazzi skoruðu fyrir meistarana en fyrsta mark liðsins var raunar sjálfsmark.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki tilbúinn að fyrirgefa Zidane strax

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn ekki vera tilbúinn til að fyrirgefa Zinedine Zidane fyrir að skalla sig í úrslitaleik HM í sumar. Hann segir þó að eflaust muni hann gera það í framtíðinni ef rétt tækifæri gefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn fækkar áhorfendum á Ítalíu

Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano farinn í frí til heimalandsins

Brasilíska framherjanum Adriano hjá Inter Milan hefur verið gefið vikufrí af forráðamönnum félagsins sem hann mun nota til að fara til heimalandsins í læknis- og sálfræðimeðferð. Adriano hefur alls ekki náð sér á strik á síðustu mánuðum og hefur ekki skorað mark síðan í vor.

Fótbolti