Fótbolti

Leikjum frestað á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ættingjar og vinir mannsins sem lést á sunnudag syrgja mjög þessa dagana.
Ættingjar og vinir mannsins sem lést á sunnudag syrgja mjög þessa dagana. Nordic Photos / AFP

Öllum leikjum í B- og C-deildum á Ítalíu sem áttu að fara fram um helgina hefur verið frestað um óákveðinn tíma í kjölfar ofbeldis í tengslum við knattspyrnuleiki þar í landi síðastliðinn sunnudag.

Víða sauð upp úr eftir að lögreglumaður skaut 26 ára stuðningsmann Lazio til bana en sjálfur segir lögreglumaðurinn að um óviljaskot hafi verið að ræða.

Landsleikjafrí er um næstu helgi og verða því engir leikir í A-deildinni á Ítalíu hvort eð er þar sem landsliðið mætir Skotum á útivelli á laugardaginn kemur.

Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur kallað á hörð viðbrögð frá knattspyrnusambandinu þar í landi og forseti þess, Giancarlo Abete, hefur ekki útilokað þann möguleika að halda áfram að fresta leikjum eftir landsleikjafríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×