Fótbolti

Leikjum frestað eftir dauða stuðningsmanns

AFP

Leik Inter og Lazio í ítölsku A-deildinni í dag hefur verið frestað eftir að stuðningsmaður Rómarliðsins lét lífið í átökum sem brutust á veitingastað við hraðbraut í Toskana-héraði í dag.

Ítalska fréttastofan Anza segir að hinn látni hafi verið stuðningsmaður Lazio og að hann hafi lent í átökum við stuðningsmenn Juventus. Hann er sagður hafa orðið fyrir skoti úr byssu lögreglumanns sem var að skakka leikinn. Lazio og Juventus áttu ekki að spila í dag og hafa þessi tíðindi valdið titringi á Ítalíu.

Öllum öðrum leikjum í A-deildinni var frestað um nokkrar mínútur og munu dómarar og leikmenn bera sorgarbönd eftir þennan sorglega atburð.

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna atviksins, enda hefur öllu verið tjaldað í landinu til að bæta öryggisreglur og vinna gegn ólátum í kring um knattspyrnuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×