Ítalski boltinn

Fréttamynd

Eng­lands­meistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur staðið sig frábærlega með Inter síðan hún kom þangað á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Svo vel hefur hún spilað að Englandsmeistarar Chelsea eru meðal þeirra liða sem vilja fá markvörðinn í sínar raðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja at­hygli

Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli.

Fótbolti
Fréttamynd

Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði

Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp.

Fótbolti