Skimun fyrir krabbameini

Fréttamynd

Höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki tilbúin

Kvensjúkdómalæknar höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki í stakk búin til að taka yfir krabbameinsskimanir um áramótin. Þeir segja of mikla óvissu ríkja sem auki líkur á mistökum. Kona sem greindist með alvarlegar frumubreytingar fær engin svör um hvenær hún fær að fara í frekari rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er afar gagnrýnin á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að færa skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna og skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands og yfir til ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki

Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða.

Innlent
Fréttamynd

Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki eftir til­lögum fyrr­verandi yfir­læknis um brjósta­skimun

Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar.

Innlent
Fréttamynd

Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða

Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur

Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent