Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttamynd

Mynda­syrpa: Glóandi jarð­eldur í næturrökkri

Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur verið mikið sjónarspil þó nokkuð hafi dregið úr krafti þess síðan það hófst á mánudagskvöld. Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og náði mögnuðum myndum af nýrri jörð myndast.

Innlent
Fréttamynd

Grínaðist með gosið og nafn Þor­valds Þórðar­sonar

„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Lífið
Fréttamynd

Öll um­ferð bönnuð í Grinda­vík

Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 

Innlent
Fréttamynd

Bíða betra veðurs til að geta kort­lagt hraunið

Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“

Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar Suður­nesja léttir en þreyttir

Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legur tími í að snúa ferða­mönnum við

Björgunarsveitarkona sem sinnti gosgæslu í kvöld segir svakalegan tíma hafa farið í að spjalla við ferðamenn og snúa þeim við sem hyggjast ætla að gosi. Þá sé töluverður fjöldi sem stöðvi bíl sinn á Reykjanesbrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Fannst kaldur og hrakinn á gossvæðinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að manni á gossvæðinu sem gaf flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki. Maðurinn fannst fyrir stundu, kaldur og hrakinn. 

Innlent
Fréttamynd

Sinna vaktinni allan sólar­hringinn

Vettvangsstjórn á hættusvæðinu sinnir eftirliti með gossvæðinu allan sólarhringinn auk aðgerðarstjórnar. Varðstjóri segir stöðuna sífellt endurmetna.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­vari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur

Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum.

Innlent
Fréttamynd

Svipuð kvika en mögu­lega þróaðri

Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Gosið hafi lítil á­hrif á björgunar­sveitir í bili

Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna.

Innlent
Fréttamynd

Sjónar­spil gær­kvöldsins engu líkt

„Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrum göngu­mönnum snúið við í morgun

Hlynur Stefánsson björgunarsveitarmaður, sem staðið hefur vaktina við eldgosið á Reykjanesskaga, segir vinnu björgunarsveitar hafa gengið vel. Fólk hafi farið að fyrirmælum um að vera ekki á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gosmengun á höfuð­borgar­svæðinu í nótt

Einar Halldórsson teymisstjóri loftgæðateymis Umhverfissstofnunar segir að gosmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða fyrramálið. Það kemur einnig fram í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar.

Innlent