Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 22:52 Marín Ásta Hjartardóttir hafði mestar áhyggjur af gasmengun. Annar hélt að Suðurnesin væru hreinlega að klofna í sundur. Vísir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist." Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira