
Súesskurðurinn

Annað flutningaskip festist í Súesskurðinum
Flutningaskipi sem strandaði í Súesskurðinum í nótt hefur nú verið komið á flot á ný.

Metár hjá Súesskurðinum þrátt fyrir strand Ever Given
Tekjur egypska ríkisins af Súesskurðinum á síðasta ári hafa aldrei verið meiri, þrátt fyrir að flutningaskipið Ever Given hafi stíflað skurðinn í um viku síðasta vor.

Ever Given siglir aftur um Súes-skurðinn en með dráttarbáta með sér
Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári.

Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda
Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum.

Hefja framkvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given
Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum.

Ever Given áfram kyrrsett eftir að áfrýjun eiganda var hafnað
Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í gær að gámaflutningaskipið Ever Given, sem þveraði Súesskurðinn og stöðvaði þar með alla skipaumferð í nokkra daga í mars, skuli áfram kyrrsett. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun japanskra eigenda skipsins.

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur
Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.

Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn
Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga.

Ísland í alfaraleið
Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim.

Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð
Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn.

Hafa náð skipinu af strandstaðnum
Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni.

Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið
Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið.

Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn
Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst.

„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“
„Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð.

Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum
Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga.

Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði
Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum.

Öngþveiti í Súesskurði
Súesskurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær.

Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð
Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu.

Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína
Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí.