
Leigumarkaður

Kæru börn eruð þið alltaf að flytja? Það eru til forvarnir
Kæru börn og unglingar, viti þið hvað það þýðir að leigja íbúð? Þegar þú leigir íbúð borgar þú peninga til eigandans svo þú getir átt heimili. Það gerir fólk að leigusala, en stundum dregur það fram það versta í fólki, þeir sem eiga eina eða fleiri íbúði notfærir sér fólk í neyð eins og foreldra þína til að græða óhóflega mikið.

„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar“
Niðurstöður könnunar Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sýna að nærri helmingur fólks á erfitt með að ná endum saman og fjölgar nokkuð í hópnum milli ára. Einstæðir foreldrar og innflytjendur eru þeir hópar sem koma verst út úr könnuninni.

Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“
Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni.

Komst af leigumarkaðnum á Verkalýðsdaginn
Leikkonan María Thelma Smáradóttir og hnefaleikakappinn Steinar Thors hafa fest kaup í þríbýlishúsi í Hafnarfirði sem þau ætla að taka í gegn. María Thelma fagnar því að vera ekki leigjandi lengur. Hún hafi losnað af leigumarkaðnum á sjálfan verkalýðsdeginum.

Leigjandinn breytti íbúðinni í dópgreni
Jóhannes Kristinn Hafsteinsson situr uppi með gífurlegt, og hugsanlega óbætanlegt, tjón vegna leigjanda sem bjó í íbúð hans í rúmlega hálft ár. Að sögn Jóhannesar tókst leigjandanum, og sambýlismanni hennar að rústa íbúðinni auk þess sem þar var stunduð fíkniefnasala.

Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt
Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra.

Líklegra að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði
Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu raunverulega vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín eignum með tilheyrandi afleiðingum. Grípa þurfi til raunverulegra aðgerða.

Segir ráðuneytið reka fólk úr íbúðum svo leigja megi hælisleitendum
Bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ segir bæinn vera kominn að þolmörkum þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hún segir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum þær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja bæjarbúa ekki treysta yfirvöldum þegar kemur að málaflokknum.

Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða
Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu.

Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott!
Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu.

Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði.

Óli Björn boðar óbreytt ástand
Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein1. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand.

Milljón íbúða verkefnið
Besta vopnið gegn verðbólgu og háum vöxtum er langtíma stöðugleiki á húsnæðismarkaði.

„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð
Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi.

Leiguverð orðið hærra en lágmarkslaunin
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna á húsnæðismarkaði orðna algerlega sturlaða. Hann bendir á nýlega auglýsingu, 3 herbergja íbúð sem boðin er til leigu á 375 þúsund krónur á mánuði.

Tilgangurinn með húsnæðisstuðningi ekki að „fita leigufélögin“
Stjórnvöld hækkuðu ekki húsnæðisstuðning til að fita tiltekin leigufélög. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í svari sínu við fyrirspurn sem Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar lagði fyrir hana á Alþingi í dag.

Lífeyrissjóðir enn í viðræðum um kaup á hlut Heimstaden á Íslandi
Sænska leigufélagið Heimstaden á enn í viðræðum við íslenska lífeyrissjóði um mögulega kaup þeirra á hlut í starfseminni á Íslandi og er stefnt að því að klára viðskiptin á fyrsta ársfjórðungi, að sögn framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi.

Láglaunafólk og leigumarkaðurinn
Stærsti hluti láglaunafólks á Íslandi býr á leigumarkaði og hefur húsnæðiskostnaður þeirra aukist mikið umfram laun síðastliðinn áratug. Frá árinu 2011 hefur til dæmis álag húsaleigu á lágmarkslaun aukist að minnsta kosti um 15% þ.e. hlutfall lágmarkslauna sem fer í húsaleigu.

„Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn“
Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa skilað árangri að sögn fasteignasala sem segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Frekari vaxtahækkanir muni þó frysta markaðinn.

Staðan á húsnæðismarkaði hrikaleg
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðu leigjenda hrikalega og það sé alfarið á ábyrgð Seðlabankans og stjórnvalda sem hafa algjörlega brugðist.

Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar
Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki.

Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina.

Ófögur reynslusaga af samskiptum við leigufélagið Ölmu
Katrín María Blöndal hefur hörmungasögu að segja af samskiptum sínum við leigufélagið Ölmu sem hefur verið mjög í deiglunni að undanförnu vegna hækkunar á leigu og hörku í samskiptum við leigjendur sína. Katrín María telur einsýnt að þar á bæ sé hugsað um eitt og aðeins eitt; að græða á þeim sem minna mega sín.

Íbúðum í sölu fjölgar og færri seljast yfir ásettu verði
Íbúðum í sölu hefur fjölgað en þær eru nú 2.392 á landinu öllu en voru 2.145 í byrjun nóvember. Þar af eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fjölgað um 112.

Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent
Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári.

Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur.

Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs
Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá.

„Óásættanleg“ framganga leigufélaga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega.

Fákeppni á leigumarkaði
Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld.

„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“
„Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014.