„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 22:57 Katrín segist hafa hvatt leigufélög til að axla ábyrgð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu hafa kallað eftir því að sett verði á leiguþak eða gripið til sambærilegra aðgerða. Leigumarkaðurinn hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga, og þá sérstaklega síðan leigufélagið Alma tilkynnti um fyrirhugaða hækkun leiguverðs. Félagið hyggst hækka leiguverð hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Viðtal við forsætisráðherra hefst á mínútu 3:30 í myndbandinu hér að neðan. Forsætisráðherra nafngreinir einstök leigufélög ekki sérstaklega en segir framgönguna óásættanlega. „Ég skil mætavel þá kröfu í ljósi framgöngu sumra leigufélaga sem við höfum auðvitað séð dæmi um í fjölmiðlum, sem er auðvitað með öllu óásættanleg eins og skýrt hefur komið fram. Og ég hef auðvitað hvatt til þess að leigufélögin axli ábyrgð og sýni hófstillingu þegar þau ákvarða sitt leiguverð til þess að hjálpa okkur í því að takast á við verðbólgu.“ Katrín segir að framganga leigufélaganna geri það að verkum að eðlilegt sé að krefjast skýrari ramma utan um starfsemi félaganna. Ríkisstjórnin mun kalla aðila vinnumarkaðarins að borðinu við endurskoðun húsaleigulaga. Og fer vinna sú vinna þá fljótlega fram? „Já, hún fer bara af stað núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leigumarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu hafa kallað eftir því að sett verði á leiguþak eða gripið til sambærilegra aðgerða. Leigumarkaðurinn hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga, og þá sérstaklega síðan leigufélagið Alma tilkynnti um fyrirhugaða hækkun leiguverðs. Félagið hyggst hækka leiguverð hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Viðtal við forsætisráðherra hefst á mínútu 3:30 í myndbandinu hér að neðan. Forsætisráðherra nafngreinir einstök leigufélög ekki sérstaklega en segir framgönguna óásættanlega. „Ég skil mætavel þá kröfu í ljósi framgöngu sumra leigufélaga sem við höfum auðvitað séð dæmi um í fjölmiðlum, sem er auðvitað með öllu óásættanleg eins og skýrt hefur komið fram. Og ég hef auðvitað hvatt til þess að leigufélögin axli ábyrgð og sýni hófstillingu þegar þau ákvarða sitt leiguverð til þess að hjálpa okkur í því að takast á við verðbólgu.“ Katrín segir að framganga leigufélaganna geri það að verkum að eðlilegt sé að krefjast skýrari ramma utan um starfsemi félaganna. Ríkisstjórnin mun kalla aðila vinnumarkaðarins að borðinu við endurskoðun húsaleigulaga. Og fer vinna sú vinna þá fljótlega fram? „Já, hún fer bara af stað núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leigumarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45