Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Magnaður Mourin­ho þegar kemur að Evrópu­keppnum

José Mourinho er vissulega „sá sérstaki.“ Lærisveinar hans í Roma eru komnir í úrslit Sambandsdeildar Evrópu sem þýðir að José er eini þjálfari sögunnar til að koma fjórum mismunandi félögum í úrslitaleik Evrópukeppna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tammy skaut Roma í úrslit

Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfons endurnýjar kynnin við Mourinho

Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt drógust gegn lærisveinum Jose Mourinho í ítalska liðinu Roma, í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfons Sampsted hetja Bodø/Glimt í framlengingu

Alfons Sampsted reyndist hetja norska liðsins Bodø/Glimt í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn AZ Alkmaar í framlengingu, en Alfons og félagar unnu fyrri leikinn 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Leicester með örugga forystu

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester vann öruggan 4-1 sigur gegn Randers frá Danmörku er liðin mættust í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö

Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og félagar enduðu riðlakeppnina á sigri

Alls er nú átta af 15 leikjum kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu lokið. Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu 1-0 sigur gegn Randers og Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Zorya og misstu þar með af toppsæti C-riðils.

Fótbolti