Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Íslendingar þekkja vel Aron Guðmundsson skrifar 21. september 2023 14:31 Blikar spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Undanfarna daga hefur setningin „Breiðablik mun hefja nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiðablik svo sannarlega rita upphafsorðin í nýjum kafla í sögu íslensks fótbolta sem fyrsta íslenska karlaliði til að leika í riðlakeppni í Evrópu. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Það hvernig frumraun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verkefni. Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undanfarið heima fyrir, muni ná að næla í úrslit hér á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Veðbankar hafa enga trú á Breiðabliki og ef lesa má eitthvað í mætingu ísraelskra blaðamanna á blaðamannafund Breiðabliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar íslensku fulltrúa alvarlega. Það er hins vegar á svona stundum, í svona aðstæðum, sem fulltrúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða félagslið, ná að sýna sitt rétta andlit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld. Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd Fyrir æfingu Breiðabliks á Bloomfield leikvanginum í gærkvöldi mátti heyra það í liðsræðu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að frá þessari stundu skyldu leikmenn leggja allt í verkefnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því. Ef ekki fyrir aðra þá ættu leikmenn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað. Mín tilfinning er sú að Blikar séu mjög vel meðvitaðir um umræðuna í kringum liðið undanfarið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í aðdraganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrkleikamerki hjá þeim að skila af sér sannfærandi frammistöðu í kvöld. Verkefnið er hins vegar ærið. Maccabi Tel Aviv er sigursælasta félag Ísrael, þaulreynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Keane sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í júní. Stress fyrir svona leiki er eðlilegt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á þessum þétta leikvangi. Og hver veit, kannski verðum við vitni að einhverju sérstöku í kvöld. Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Breiðablik Fótbolti Utan vallar Tengdar fréttir Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01 Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00 Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30 „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Það hvernig frumraun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verkefni. Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undanfarið heima fyrir, muni ná að næla í úrslit hér á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Veðbankar hafa enga trú á Breiðabliki og ef lesa má eitthvað í mætingu ísraelskra blaðamanna á blaðamannafund Breiðabliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar íslensku fulltrúa alvarlega. Það er hins vegar á svona stundum, í svona aðstæðum, sem fulltrúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða félagslið, ná að sýna sitt rétta andlit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld. Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd Fyrir æfingu Breiðabliks á Bloomfield leikvanginum í gærkvöldi mátti heyra það í liðsræðu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að frá þessari stundu skyldu leikmenn leggja allt í verkefnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því. Ef ekki fyrir aðra þá ættu leikmenn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað. Mín tilfinning er sú að Blikar séu mjög vel meðvitaðir um umræðuna í kringum liðið undanfarið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í aðdraganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrkleikamerki hjá þeim að skila af sér sannfærandi frammistöðu í kvöld. Verkefnið er hins vegar ærið. Maccabi Tel Aviv er sigursælasta félag Ísrael, þaulreynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Keane sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í júní. Stress fyrir svona leiki er eðlilegt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á þessum þétta leikvangi. Og hver veit, kannski verðum við vitni að einhverju sérstöku í kvöld. Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Breiðablik Fótbolti Utan vallar Tengdar fréttir Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01 Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00 Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30 „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01
Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00
Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30
„Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti