Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Elísabet tekur við Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar skoraði sigurmark Gautaborgar

Ragnar Sigurðsson var hetja Gautaborgar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á toppliði Kalmar. Kalmar er þó enn á toppi deildarinnar með 54 stig, Elfsborg hefur 51 stig og Gautaborg 47.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann komst í 2-0 en tapaði

Íslendingaliðið Brann tapaði 3-2 fyrir Molde í norska boltanum í kvöld. Brann komst í 2-0 í leiknum en þrjú mörk frá Molde í seinni hálfleik færðu þeim stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes og Ívar aftur heim

Hannes Þór Halldórsson og Ívar Björnsson, leikmenn Fram, eru komnir aftur til Íslands eftir að hafa dvalist við æfingar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking.

Fótbolti
Fréttamynd

Garðar skoraði í sigri Fredrikstad

Fredrikstad hefur ekki sagt sitt síðasta í titilslagnum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Garðar Jóhannsson skoraði síðara mark liðsins í 2-1 sigri þess á Lilleström á útivelli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stabæk í góðum málum

Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk í norsku úrvalsdeildinni unnu í dag 3-0 sigur á HamKam og færðust skrefi nær meistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá Sigga Jóns

Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Djurgården, lið Sigurðs Jónssonar, gerði 1-1 jafntefli við botnlið Norrköping.

Fótbolti
Fréttamynd

Veigar meðal markaskorara

Staða Stabæk á toppi norsku úrvalsdeildarinnar varð enn sterkari í kvöld þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur á Molde.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú íslensk mörk í Noregi

Birkir Már Sævarsson skoraði annað marka Brann í 2-0 sigri á öðru Íslendingaliði, Lyn. Garðar Jóhannesson skoraði fyrir Fredrikstad í dag, sem og Birkir Bjarnason fyrir Bodö/Glimt.

Fótbolti
Fréttamynd

Vålerenga í úrslit norska bikarsins

Það verða Vålerenga og Stabæk sem leika til úrslita um norska bikarinn í knattspyrnu í næsta mánuði. Vålerenga vann í kvöld 2-1 sigur á Odd Grenland í undanúrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Veigar Páll vill gera eins og Helgi

Veigar Páll Gunnarsson man vel eftir því þegar að Helgi Sigurðsson varð bikarmeistari með Stabæk fyrir réttum áratug síðan en Helgi skoraði tvívegis í úrslitaleiknum gegn Rosenborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Stabæk í úrslit norska bikarsins

Stabæk tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar með því að leggja Molde 3-0 í undanúrslitum. Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk í leiknum og Pálmi Rafn Pálmason kom inn sem varamaður í lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Bröndby vann Esbjerg

Bröndby vann Esbjerg 2-1 í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason var í liði Bröndby en sigurmark leiksins kom eftir aukaspyrnu hans á 76. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn eitt tap Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem tapaði 2-0 fyrir Trelleborg í sænska boltanum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi skoraði fyrir Brann

Íslendingaliðið Brann gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í norska boltanum í kvöld. Gylfi Einarsson kom Brann yfir í leiknum en Lilleström jafnaði þegar um stundarfjórðungur var eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Veigar skoraði í tapi Stabæk

Topplið Stabæk í norsku úrvalsdeildinni steinlá í kvöld 4-1 fyrir Viking á útivelli. Veigar Páll Gunnarsson var á sínum stað í liði Stabæk og skoraði eina mark liðsins í leiknum.

Fótbolti