Fótbolti

Kalmar vann toppslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Elfsborg.
Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Elfsborg. Mynd/Guðmundur Svansson
Kalmar vann 2-1 sigur á Elfsborg í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Helgi Valur Daníelsson lék fyrstu 70 mínúturnar í liði Elfsborg sem lenti 2-0 undir og minnkaði muninn í uppbótartíma, eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald.

Þá vann Djurgården, lið Sigurðs Jónssonar, 1-0 sigur á Ljungskile á útivelli. Eyjólfur Héðinsson lék svo fyrstu 84 mínúturnar í liði GAIS sem tapaði 4-0 fyrir Halmstad á heimavelli.

Kalmar er í efsta sætinu með 54 stig og Elfsborg í því öðru með 50 stig. Djurgården er í áttunda sæti með 32 stig og GAIS í því tíunda með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×