Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Fréttamynd

Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta

Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Boltinn lak bara í gegn“

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava Rós á skotskónum en Rosengård í kjör­stöðu

Íslendingalið Brann og Rosengård gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði mark Brann en Guðrún Arnarsdóttir stóð vaktina í vörn gestanna. Þá var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg sem fékk Real Madríd í heimsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara og stöllur þurfa sigur á heimavelli

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Juventus þurfa á sigri að halda á heimavelli í síðari viðureign liðsins gegn HB Køge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í Danmörku í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Búin að vera að njósna á Instagram“

Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals

Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara kom inn á í stórsigri Juventus

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék seinasta hálftíma leiksins fyrir Juventus er liðið vann afar öruggan 4-0 sigur gegn Racing Luxemborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa­bet og Kristian­stad úr leik í Meistara­deildinni

Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 3-1 tap gegn Ajax er liðin mættust í Hjörring í Danmörku. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu leikinn á bekknum hjá Kristianstad.

Fótbolti