Börsungar með naumt forskot fyrir seinni leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 22:00 Salma Paralluelo skoraði eina mark leiksins. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Barcelona vann nauman 0-1 sigur er liðið heimsótti Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Rómverjar hafa komið skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni í vetur og liðið er komið lengra en nokkru sinni fyrr. Liðið náði þó ekki að leggja stjörnuprýtt lið Barcelona í kvöld, en fær annað tækifæri eftir rúma viku, þá á heimavelli Börsunga. Salma Paralluelo skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Patricia Guijarro og niðurstaðan varð því 0-1 sigur Barcelona. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN, en hægt er að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Barcelona vann nauman 0-1 sigur er liðið heimsótti Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Rómverjar hafa komið skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni í vetur og liðið er komið lengra en nokkru sinni fyrr. Liðið náði þó ekki að leggja stjörnuprýtt lið Barcelona í kvöld, en fær annað tækifæri eftir rúma viku, þá á heimavelli Börsunga. Salma Paralluelo skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Patricia Guijarro og niðurstaðan varð því 0-1 sigur Barcelona. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN, en hægt er að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“