Byggingariðnaður

Fréttamynd

Fjögur hundruð milljóna gjaldþrot verktaka

Engar eignir fundust í þrotabúi verktakafyrirtækisins WN ehf. Um er að ræða annað verktakafyrirtækið sem fer í gjaldþrot hjá Þorsteini Auðunni Péturssyni á tveimur árum. Hann var á dögunum dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HMS spá­ir 1.200 færr­i nýj­um full­bún­um í­búð­um en í okt­ó­ber

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að ríflega 1.200 færri nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á árunum 2023-2025 samanborið við spá sem stofnunin birti með Samtökum iðnaðarins (SI) í október á síðastliðnu ári. Framboð á nýjum íbúðum á næstu árum er langt undir þörf. Kostnaður við byggingu íbúða hefur aukist til muna að undanförnu, segir í greiningu frá SI.

Innherji
Fréttamynd

Djöfla­eyjan, raun­veru­leika­þáttur í boði ríkis­stjórnar

Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi

Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Á­lagning bygginga­verk­taka allt að eitt hundrað prósent

Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja í­búða­upp­byggingu dragast saman um 65 prósent

Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið

Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi byggir, en aldrei nóg

Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið.

Skoðun
Fréttamynd

Áform um knatthús í uppnámi

Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna

Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

„Það skortir alla skyn­semi í þetta“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu.

Innlent
Fréttamynd

Upp­­byggingar­heimildir verði tíma­bundnar

Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 

Innlent