Byggingariðnaður

Fréttamynd

Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO

BYKO Leiga opnaði nýverið útibú og verslun að Selhellu í Hafnarfirði sérstaklega hugsað fyrir fagaðila í byggingageiranum. Með þessu færist þungi starfseminnar í Hafnarfjörð og þar býðst viðskiptavinum mikið úrval af tækjum og búnaði til byggingaframkvæmda, bæði til leigu og kaups.

Samstarf
Fréttamynd

Kata­strófa í dönskum byggingar­iðnaði

Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Strengur í hjarta Reykja­víkur úti vegna álags

Bygginga­fram­kvæmdir og þétting byggðar í Reykja­vík hafa valdið víð­tækum raf­magns­truflunum síðustu vikur. For­stöðu­maður hjá Veitum segir að auka þurfi sam­starf við verk­taka svo raf­magns­bilanir verði ekki al­gengari sam­hliða aukinni upp­byggingu.

Innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar ein helsta or­sök tíðra raf­magns­bilana

Bygginga­fram­kvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta or­sök ó­venju tíðra raf­magns­bilana sem hafa hrjáð íbúa mið­bæjar og Vestur­bæjar upp á síð­kastið. Veitinga­maður segist hafa tapað gríðar­legum fjár­munum vegna raf­magns­leysisins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Eignaskiptayfirlýsingar

Húseigendafélaginu berast oft fyrirspurnir um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum. Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum. Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða lóðarhluta.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“

„Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Öfganna á milli á hús­næðis­markaði

Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Svansvottuð vinnu­að­staða ekki að­eins mögu­leg í ný­byggingum

Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Margir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa leitað til Húseigendafélagsins að undanförnu vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Skoðun
Fréttamynd

Að byggja nothæf hús

Til að hús geti talist nothæf, þurfa þau að standast veður og vinda, jafnvel jarðskjálfta, en einnig að reiknast ekki sem heilsuspillandi.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Ís­­lendinga hlut­falls­lega heims­meistara í steypunotkun

Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð.

Innlent
Fréttamynd

Þau kröfuhörðustu leita til Sindra

„Hjá okkur getur fólk komið inn og fatað sig upp frá toppi til táar í vinnufatadeildinni og fengið fatnaðinn merktan á meðan það þiggur einn kaffibolla, klárað svo hringinn í verkfæradeildinni og mætt klárt í vinnu með allt til alls. Við opnum klukkan 7.30 alla virka morgna og á laugardögum klukkan 8. Við vitum að fagfólkið fer snemma af stað,“ segir Þórður M. Kristinsson, framkvæmdastjóri verfæraverslunarinnar Sindra.

Samstarf
Fréttamynd

Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“

Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi.

Innherji