Slysavarnir

Fréttamynd

Hnífa­burður gerður út­lægur

Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym

Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Er reið­hjólið klárt?

Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori.

Skoðun
Fréttamynd

Minnst níu hafa látist í sund­laugum hér­lendis

Frá árinu 2000 hafa að minnsta kosti níu manns látist í sundlaugum hér á landi. Þrír hafa látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum. Hafþór B. Guðmundsson sérfræðingur á sviði sund og björgunarmála hefur kallað eftir að komið verði á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd sundlaugarslysa.

Innlent
Fréttamynd

Bruninn gullið tæki­færi til að bregðast við

Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur vegna raf­magns­tækja í hleðslu

Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi.

Skoðun
Fréttamynd

Bjargaði lífi litla bróður síns

Fimmtán ára piltur sem bjargaði bróður sínum þegar hann grófst undir snjóflóði í Hveragerði í fyrra segir það hafa verið versta augnablik lífs síns. Hin unga hetja var útnefnd skyndihjálparmanneskja ársins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tími um­hleypinga

Fátt er oftar rætt á Íslandi en veðrið. Íslendingar sem dvelja erlendis spyrja iðulega um veðrið á Íslandi og hafa oft furðu mikinn áhuga á því. Römm er veðurtaugin, enda ekki skrýtið þar sem veðurfar hefur í gegnum aldirnar haft mikil áhrif á daglegt líf og afkomu Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Um óhappatilvik að ræða

„Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kastar fram hug­mynd um mjúk­lokun sem stoppi van­búna bíla

„Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt, sagði Harald Teitsson, formaður félags hópferðaleyfishafa og formaður hópbifreiðanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu stofnunarinnar. Harald varpaði fram þeirri hugmynd að beita mætti svokallaðri mjúklokun vega í meira mæli, þegar veður eru válynd.

Innlent
Fréttamynd

„Það er á­hættu­at­riði að fara hér um á veturna“

Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hús­eig­andans að passa upp á“

Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Hálka, grýlu­kerti og snjó­hengjur

Þegar vetrarslys, föll og snjó og íshrun, verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa.. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö börn fót­brotin og Rush breytti reglunum

Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan fær streymi frá Reynis­fjöru

Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið og búið er að koma fyrir löggæslumyndavélam á mastri í fjörukambinum. Þaðan er myndum streymt á varðstöfu lögreglunnar á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Eldvarnir í dagsins önn

Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Þrettán hlutu varan­legt heilsu­tjón vegna flug­elda­slysa á rúmum ára­tug

Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 

Innlent