Innlent

Nýtt björgunarskip til heimahafnar á Siglufirði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Björgunarskipið Sigurvin.
Björgunarskipið Sigurvin. aðsend

Eftir hádegi í dag kom nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, til hafnar á Siglufirði.

„Sigurvin lagði af stað frá Reykjavík síðdegið í gær, föstudag, og sóttist ferðin afar vel. Svo vel gekk siglingin norður að skipið þurfti að lóna fyrir utan Siglufjörð, svo það sigldi inn fjörðinn á auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu.

Þar segir einnig að Sigurvin sé annað af 13 nýjum skipum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er að láta smíða í Finnlandi. Von er á þriðja skipinu í haust, sem verður staðsett í Reykjavík.

„Mikil hátíðahöld eru nú á Siglufirði þar sem tekið er á móti nýju björgunarskipi.“

Frekari upplýsingar um verkefnið um endurnýjun björgunarskipaflota Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×