Innlent

Bein útsending: Ekki skúta upp á bak

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rafhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda í Reykjavík undanfarin ár.
Rafhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda í Reykjavík undanfarin ár. Vísir/Vilhelm

Uppfært: Vegna tæknilegra örðugleika reyndist ekki unnt að streyma fundinum frá Grand Hótel. Unnið er að því að koma upptöku af fundinum inn á Vísi.

Upphaflega frétt má sjá að neðan.

Samgöngustofa stendur fyrir blaðamannafundi á Grand Hótel sem hefst klukkan 12:15.

Tilefnið er vaxandi fjöldi slysa sem tengjast akstri rafhlaupahjóla eða svonefndra rafskúta og kynning á nýrri herferð sem ber nafnið „Ekki skúta upp á bak“ og er henni ætlað á djarfan og skemmtilegan hátt að efla vitund fólks fyrir ábyrgri hegðun á rafskútum.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur hjá Samgöngustofu

Dagskrá:

  •  KL. 12:15 Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu býður gesti velkomna og hefur stuttan formála að efni fundarins.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherrra mun í erindi sínu m.a. fara yfir nýjustu slysatölfræði tengda rafskútum og áform stjórnvalda um viðbrögð við mikilli aukningu slysa. Hann segir einnig frá fyrirhuguðum reglu- og lagabreytingum sem byggðar eru m.a. á áliti starfshóps ráðuneytisins um öryggi ökumanna rafskúta.
  • Herferðin „Ekki skúta upp á bak" verður frumsýnd. Samgöngustofa stendur að baki herferðinni með stuðningi tryggingafélagsins VÍS en herferðin er unnin af Bien og TeiknAra.
  • Kl. 12:40 Fundi lokið og gefinn kostur á viðtölum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×