Handbolti

Fréttamynd

Meistaradeildin: Dagur í eldlínunni - í beinni á Stöð 2 sport

Þýska handboltaliðið Füchse Berlín, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, mætir Króatíu Zagreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Liðin eru í D-riðli þar sem að Barcelona frá Spáni er efst eftir fjórar umferðir með 8 stig. Füchse Berlín er í öðru sæti með 6 stig en þar á eftir kemur króatíska liðið með 3 stig líkt og Dinamo Minsk.

Handbolti
Fréttamynd

Rakel Dögg og Ramune í landsliðið

Ágúst Jóhannsson hefur valið æfingahóp fyrir EM í handbolta sem fer fram í Serbíu í næsta mánuði. Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel vann stórsigur

Kiel skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með öruggum tólf marka sigri á Balingen, 34-22.

Handbolti
Fréttamynd

PSG spilar líklega sýningarleik í Köben

Danskir handboltaáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð í desember en þá kemur nýjasta ofurlið Evrópu, franska liðið PSG, væntanlega til Danmerkur og spilar sýningarleik við KIF Kolding Köbenhavn.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími

Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar.

Handbolti
Fréttamynd

Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir

Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HC Zalau 24-23

Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Patrekur tapaði í Rússlandi

Landslið Austurríkis er með tvö stig að loknum tveimur leikjum í undankeppni EM 2014. Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Í bílstjórasætinu í riðlinum

Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínúturnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi

Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli eftir að Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi í hinum leik riðilsins í undankeppni EM 2014 í dag. Ísland hefur fullt hús, fjögur stig, eða einu meira en Slóvenar eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37

Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir unnu Frakka

Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Frökkum í gær á á fjögurra landa æfingamóti í Frakklandi. Frakkar voru 15-14 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu leikinn 25-24 eftir jafnan og spennandi leik.

Handbolti