Handbolti

Fréttamynd

Karabatic tjáir sig um veðmálasvindlið

Besti handknattleiksmaður heims, Frakkinn Nikola Karabatic, tjáði sig í fyrsta skipti í gær um veðmálasvindlið sem hann er bendlaður við í heimalandinu. Það gerði franski landsliðsmaðurinn á Facebook-síðu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu með sjö mörkum á móti Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 16-23, í fyrri æfingaleik sínum á móti sænska landsliðinu en þjóðirnar mættust í Sparbankshallen í Varberg í kvöld. Sænska liðið er sterkt og var með á Ólympíuleikunum í London fyrr í haust.

Handbolti
Fréttamynd

Karabatic gæti verið á leið í fangelsi

Besti handknattleiksmaður heims, Nikola Karabatic, gæti átt yfir höfði sér þriggja til fimm ára fangelsisdóm en hann, ásamt mörgum öðrum, er grunaður um að hafa hagrætt úrslitum leiks á síðustu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Pekarskyte valin í landsliðið

Ramune Pekarskyte mun leika sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd þegar að liðið leikur æfingaleiki gegn Svíum og Norðmönnum í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri sagður á leið til GOG

Snorri Steinn Guðjónsson er í dag orðaður við sitt gamla félag, GOG, í dönskum fjölmiðlum. Snorri hefur verið án félags síðan að stórliðið AG fór á hausinn í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-24

Bikarmeistarar Hauka hófu leiktíðina með öruggum sigri á reynslulitlu liði Fram. Staðan í hálfleik var 20-11. Haukum var spáð góðu gengi í vetur og þeir stóðu heldur betur undir væntingum í þessum leik.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-23

HK vann öruggan sigur á Valsmönnum 29-23 í viðureign liðanna sem spáð er neðstu tveimur sætum deildarinnar. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum í þeim síðari og sigur heimamanna sanngjarn.

Handbolti
Fréttamynd

Ásbjörn og Ólafur í sigurliðum

Íslenskir handboltamenn létu að sér kveða í handboltanum Skandinavíu í dag. Ásbjörn Friðriksson og félagar í Alingsås unnu góðan sigur á Skånela 30-23 og eru enn ósigraðir í sænsku úrvalsdeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Arna Sif með flottan leik í sigri á SönderjyskE

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir skoraði sex mörk fyrir Aalborg DH í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann fjögurra marka heimasigur á SönderjyskE, 31-27. Þetta var langþráður sigur hjá Álaborgarliðinu því liðið var stigalaust fyrir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Birna: Hugsaði um EM í leiðinlegu æfingunum

Tvær landsliðskonur, landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir og örvhenta skyttan Birna Berg Haraldsdóttir, urðu fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta tímabili en þær eru báðar í góðum gír og hafa sett stefnuna á EM í Serbíu í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12

Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4.

Handbolti
Fréttamynd

Tap gegn Ungverjum í hundraðasta landsleik Dagnýjar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt fyrir Ungverjum í dag, 21-35, í fyrsta leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi. Staðan í hálfleik var 20-15 Ungverjum í vil. Íslenska liðið spilar við Slóvakíu á morgun og mætir svo Tékkum á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Kiel en Flensburg gerði jafntefli og Magdeburg tapaði

Kiel vann léttan ellefu marka sigur á GWD Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en það gekk ekki alveg eins vel hjá hinum Íslendingaliðunum, SG Flensburg-Handewitt og Magdeburg. Flensburg tókst þó að tryggja sér jafntefli í lokin en tapaði engu að síður fyrsta stigi sínu á tímabilinu.

Handbolti