Handbolti

Fréttamynd

Ólafur: Erfitt að kyngja þessu tapi

„Allur leikurinn var eitt tækifæri. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að klikka mikið í sókninni. Það gekk ágætlega að opna vörnina en skotin fóru ekki inn,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson sem fann sig vel í upphafi leiks í gær en síðan fjaraði undan hans leik. Hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og það rétt fyrir leikslok.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Verðum að nýta færin

„Við fengum frábært færi undir lokin en það atvik endurspeglaði kannski leikinn í heild sinni. Ég veit ekki hvað við klúðruðum mörgum dauðafærum í þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson hundsvekktur eftir tapið grátlega gegn Kóreu í morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Grátlegt tap fyrir Suður-Kóreu

Eins og óttast var átti íslenska liðið í vandræðum með lið Suður-Kóreu eins og önnur lið á Ólympíuleikunum í Peking. S-Kórea vann, 22-21.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert: Allir lögðu sig hundrað prósent fram

„Það er góður stígandi í liðinu og einfaldasta skýringin á þessum sigrum er sú að við æfðum mjög vel fyrir mótið og ekki síst markvisst. Það voru ekki mikil hlaup heldur alltaf bolti. Svo vorum við að æfa kerfin og stúdera andstæðingana.“

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Kóreumenn frábærir

„Þetta var ótrúlega ljúft enda ekki á hverjum degi sem við vinnum heimsmeistarana. Við getum aðeins slakað á eftir svona sigur en svo er að undirbúa okkur fyrir Kóreubúana sem eru rosalega góðir.“

Handbolti
Fréttamynd

Logi: Ólympíuandinn í okkur

„Þetta var ógeðslega ljúft. Það var líka ljúft að komast í gang og ná aðeins að setja hann,“ sagði Logi Geirsson kampakátur eftir sigurinn á heimsmeisturum Þjóðverja í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland eitt á toppi B-riðils

Íslenska landsliðið í handbolta er nú eitt á toppi B-riðils í keppni í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking eftir glæsilegan sigur á Þjóðverjum í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin: Draumur að taka þátt

Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Eigum mikið inni

„Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert: Snorri átti stórleik

„Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Króatía vann fyrstu viðureignina

Króatía vann sigur á Spánverjum í fyrstu handboltaviðureign karla á Ólympíuleikunum í Peking, 31-29, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 16-11.

Handbolti
Fréttamynd

Balic snýr heim

Króatíski landsliðsmaðurinn Ivano Balic hefur ákveðið að ganga í raðir Croatia Zagreb í heimalandi sínu eftir farsælan feril hjá Portland San Antonio á Spáni. Balic hefur um árabil verið einn allra besti handboltamaður heims og var kjörinn íþróttamaður ársins í Króatíu í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Linnéll hættur hjá Svíum

Ingemar Linnéll er hættur sem landsliðsþjálfari Svía í handbolta eftir að honum mistókst að stýra Svíum á Ólympíuleikana í Peking.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Ólýsanleg tilfinning

Guðmundur Guðmundsson sagði í viðtali eftir leikinn í kvöld að það væri ólýsanlega góð tilfinning að vera komnir með handboltalandsliðið inn á Ólympíuleikana.

Handbolti