Handbolti

Ísland í erfiðum riðli á ÓL

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Peking.
Ólafur Stefánsson og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Peking. Nordic Photos / AFP

Í dag var dregið í riðla í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Peking sem fara fram í sumar. Ísland er í erfiðum riðli.

Ísland er í riðli með heimsmeisturum Þýskalands, Evrópumeisturum Dana, Rússlandi, Suður-Kóreu og Egyptalandi.

Hinn riðillinn er þó einnig afar sterkur en þar keppa Pólland, Spánn, Frakkland, Króatía, Kína og Brasilía.

Fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×