Handbolti

Króatía vann fyrstu viðureignina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivano Balic skoraði tvö mörk fyrir Króatíu í nótt.
Ivano Balic skoraði tvö mörk fyrir Króatíu í nótt. Nordic Photos / AFP
Króatía vann sigur á Spánverjum í fyrstu handboltaviðureign karla á Ólympíuleikunum í Peking, 31-29, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 16-11.

Króatar náðu strax yfirhöndinni í leiknum og um miðbik hálfleiksins var forysta liðsins orðin fjögur mörk. Spánverjar bitu frá sér í síðari hálfleik og náðu að koma sér aftur inn í leikinn. Þegar sex mínútur voru til leiksloka komust Spánverjar yfir, 27-26.

Leikurinn var því æsispennandi lokamínúturnar en Króatar náðu aftur yfirhöndinni í blálokin og unnu sem fyrr segir tveggja marka sigur, 31-29, með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum.

Blazenko Lackovic og Mirza Dzomba voru markahæstir í liði Króatíu með fimm mörk hvor en hjá Spánverjum var Juan Garcia atkvæðamestur með átta mörk. Albert Rocas skoraði sex og Alberto Entrerrios fimm.

Þessi lið leika bæði í A-riðli en íslenska liðið er í B-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×