
Orkuskipti

Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi
Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár.

Orkuskortur kom þungt niður á kolefnisbókhaldi Síldarvinnslunnar
Ef fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hefðu haft ótakmarkað aðgengi að rafmagni hefði verið hægt að koma í veg fyrir losun 14 þúsund tonna af kolefnisígildum á síðasta ári. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir vonbrigði að orkubúskapur landsins sé ekki í betri stöðu en raun ber vitni.

Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum?
Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála.

Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar
Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar.

Fjórar hitaveitur metnar ágengar
Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar.

Stærsta stöð N1 á Suðurnesjum
Skóflustunga hefur verið tekin að nýrri þjónustumiðstöð N1 að Flugvöllum í Reykjanesbæ.

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“
Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar.

Mikilvægt að almenningur komi að stefnumótun varðandi nýtingu vindorku
Umhverfisráðherra segir mikilvægt að undirbúa stefnumótun fyrir nýtingu vindorku á Íslandi vel og vandlega. Þriggja manna starfshópur sem ráðherra skipaði í fyrrasumar til að skoða valkosti og greina stöðuna kynnti áfangaskýrslu í dag.

Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur
Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri.

Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar
Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu.

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?
Ísland framleiðir mest af raforku í heimi miðað við íbúafjölda. Framkvæmdastjóri Landverndar birti nýverið grein sem dregur upp dökka mynd af stöðu orkumála á Íslandi. Af skrifunum að dæma mætti telja að um sé að ræða svartan blett á safni „höfðatöluheimsmeta“ Íslands en svo er ekki.

Orkan í orkuskiptum
Orkuþörf í tengslum við fyrirhuguð og nauðsynleg orkuskipti á Íslandi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Ný orkuþörf tengist þó ekki bara orkuskiptum enda er eitt sem er sameiginlegt allri nýrri uppbyggingu, hvort sem hún tengist íbúðarhúsnæði eða atvinnulífi, en það er að öll uppbygging þarf einfaldlega rafmagn.

Nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar N1
N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu.

Jafnar byrðar – ekki undanþágur
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum.

Hvernig er best að hlaða bílinn?
Orka náttúrunnar hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu hleðsluinnviða hérlendis þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtækið býður upp á frábæra lausn fyrir rafbílaeigendur sem vilja hafa hleðslustöð heima hjá sér.

„Okkar stærsta áhætta“ við orkuskipti að fá ekki leyfi fyrir flutningslínum
Forstjóri Landsnet segir að það sé „okkar stærsta áhætta“ við að ná markmiðum um orkuskipti að fyrirtækið nái ekki að ljúka við stærstu flutningslínurnar því þær komist ekki í gegnum leyfisferli. Hann hvetur alla að málinu komi til að bæta ferlið og tryggja að það fái farsælan endi.

„Loftslagsbankinn“ horfir til frekara samstarfs við Landsnet
Fulltrúar Evrópska fjárfestingabankans funduðu á dögunum með íslenskum aðilum í því skyni að skoða lánveitingar til þeirra. Bankinn hefur lánað samanlagt 1,2 milljarða evra til verkefna hérlendis, einkum á sviði orkumála en einnig uppbyggingu fjarskiptainnviða og vega.

Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu.

Ósætti á stjórnarheimilinu tefur umbætur á lögum um vindorkuver
Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að liðkað verði fyrir lagaumgjörð fyrir vindorkuframleiðslu. Það er forsenda fyrir orkuskiptum og annarri framþróun á orkusviði. Ekkert bólar á þeim umbótum. Skila átti frumvarpi þess efnis 1. febrúar en var frestað fram á næsta þing. Ósætti á stjórnarheimilinu virðist gera það að verkum að sú vinna tefjist.

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun
Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun
Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum.

Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað
Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta.

Forstjóri Landsvirkjunar vill ekki að landeigendur verði ný kvótastétt
Samanburður Ásgeirs Margeirssonar, fyrrverandi forstjóra HS Orku, á auðlindagjaldi við virkjanir var afar villandi. Stóra málið til að ná árangri í uppbyggingu virkjana er að tryggja að nærsamfélagið njóti meiri ávinnings af þeim, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Innherja.

Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar
Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings.

Ákvarðanir síðustu 12 ára juku sjóðsstreymi Landsvirkjunar um milljarð dala
Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana
Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

VOR í lofti - orkuskipti og rafeldsneyti
Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti.

Virkjanir verða dýrari og orkuverð mun hækka vegna aukins kostnaðar
Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar
Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt.

Atvinnulífið áhugasamara um að virkja til að ná orkuskiptum en hið opinbera
Umtalsverður munur virðist vera á því hve mikið viðskiptalífið telur skynsamlegt að virkja í því skyni að sneiða hjá mengandi orkugjöfum og að auka hagsæld og hvaða augum stjórnmála- og embættismenn líta á málið ef marka má umræðu á Viðskiptaþingi.