Skoðun

Fréttamynd

Kirkjan og kynferðisofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Meirihluti nemenda verðskuldar meiri athygli

Ég þakka svör Ólafs H. Helgasonar og Guðmundar J. Guðmundssonar við grein minni frá 30. júlí s.l. Ekki get ég annað en brugðist við þó að það hafi í för með sér að enn víkur sögunni að því sem ég álít minniháttar vanda í skólakerfinu, þ.e. innritunarreglum í framhaldsskóla. Ég ítreka að tíma okkar sem höfum áhuga á skólamálum væri mun betur varið í að ræða alvarlegri mál, svo sem þá staðreynd að mun færri nemendur ljúka framhaldsskólanámi hér en eðlilegt getur talist. Sú staðreynd ein og sér ætti að duga til að sannfæra menn um að eitthvað er bogið við þá skipan skólamála sem við höfum vanist og aðkallandi að leita annarra leiða til að tryggja fleirum menntun.

Skoðun
Fréttamynd

Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri?

Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um skiptingu auðlinda þjóðarinnar

Núna eru nokkur uppsjávarvinnsluskip að búa til mikil verðmæti úr makríl sem leitað hefur inn í íslenska landhelgi. Þetta er fisktegund sem íslenskir útgerðarmenn hafa engan nytjarétt á, því það eru sjómenn í nágrannaríkjum okkar sem hafa nýtt þennan stofn fram að þessu.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um „Lebensraum“

Haukur Hauksson gerir athugasemdir við grein mína um A-Evrópu stækkun ESB og hvernig sú stækkun hafði áhrif á þróun mála í Úkraínu. Ég fagna skrifum Hauks enda eru fáir sem þekkja þessi lönd betur en hann. Ef til vill tók ég of stórt upp í mig varðandi Úkraínu og biðst ég forláts á því. Ég byggði þessi ummæli á fréttaflutningi frá landinu á þeim tíma en þá var mikið talað um áhyggjur Rússa af þróun mála í Úkraínu. Hins vegar er það staðreynd að forráðamenn Evrópusambandsins vöruðu þá sterklega við því að skipta sér af innanríkismálum landsins. Það hlýtur að hafa haft áhrif á Rússana að landamæri nýju aðildarlanda ESB þ.e. Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands og Rúmeníu liggja öll að Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Er reynslan af EFTA áhugaverð?

Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi.

Skoðun
Fréttamynd

Lífsgæði hafnarsvæðisins

Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum.

Skoðun
Fréttamynd

Launafólk ber byrðarnar

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí.

Skoðun
Fréttamynd

Varnarsamtök íslenskunnar

Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungumálið og fátt verra en skeytingarleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvernig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunnar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur.

Skoðun
Fréttamynd

Landið tekur að rísa! - Grein 1

Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn.

Skoðun
Fréttamynd

„Lebensraum“ og Úkraína

Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO.

Skoðun
Fréttamynd

Landnám ESB?

Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Venesúela, Kúba… Ísland?

Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskt mál og íslensk fyndni

Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur.

Skoðun
Fréttamynd

Framhaldsskólarnir

Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu“. Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast.

Skoðun
Fréttamynd

Landeyjahöfn og jólasveinninn

Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur.

Skoðun
Fréttamynd

Engin breyting

Ummæli mín í viðtalsþætti á Rás 2 þann 4. ágúst sl., sem slitin voru úr samhengi við annað sem ég hafði sagt, urðu Fréttablaðinu tilefni fréttar þann 10. ágúst síðastliðinn þó að öllum fjölmiðlum hafi þann 6. ágúst sl. verið send yfirlýsing þar sem tekin voru af öll tvímæli um afstöðu LÍÚ til aðildar Íslands að ESB. Yfirlýsing mín var svohljóðandi:

Skoðun
Fréttamynd

Góð frjálshyggja, vont fólk?

Þorsteinn Siglaugsson fór fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að frjálshyggjan yrði hreinsuð af ásökunum um að hafa átt einhvern þátt í efnahagshruni Íslands. Þetta er að sjálfsögðu fróm og góð bón þess sem hefur góðan málstað að verja.

Skoðun
Fréttamynd

Blóðsúthellingalaus leiðrétting

Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna" svo ég noti þeirra eigin orð.

Skoðun
Fréttamynd

Almennur slökkviliðsmaður - Hvað þýðir það?

Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar.

Skoðun
Fréttamynd

Bananar og bjöllusauðir

Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Í tilefni skrifa rithöfundar og prófessors

Á undanförnum tveimur áratugum hef ég átt þess kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem stjórnmálamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu eins og ég frekast hef orkað.

Skoðun
Fréttamynd

Hugmyndafræði Hitlers?

Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir eiga auðlindina?

Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum sammála

Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur tekið skynsama og raunsæja afstöðu til samningaviðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í umræðum í ríkisútvarpinu 4. ágúst sl. að LÍÚ hefði tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna samninganna og að þeirra markmið væri að tryggja eins góðan samning og kostur væri.

Skoðun
Fréttamynd

Eldri borgarar taki þátt

Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir

Skoðun
Fréttamynd

Ísland úr Efta - kjörin burt!

Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri“ eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island“ og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja – eins og orðinu „lífsrými“ sem skýtur líka upp kollinum.

Skoðun
Fréttamynd

Dylgjað um hið óséða

Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"!

Skoðun