Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“

„Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alls ekki nógu gott“

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var alls ekki ánægð með frammistöðu liðsins eftir 4-0 tap gegn Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís einn besti leikmaður heims í dag

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það jafnist ekkert á við það að mæta Þjóðverjum í landsleik. Ísland leikur einmitt gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni ytra á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap gegn Svíum í marka­leik

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri tapaði í dag í vináttuleik gegn Svíum en leikurinn fór fram í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hoppaði af gleði“

Bryndís Arna Níelsdóttir var í gærkvöldi kölluð inn í landsliðshóp kvenna í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á þriðjudag. Hún hoppaði af gleði þegar kallið kom.

Fótbolti
Fréttamynd

„Búið að vera æðislegt“

Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Besta deildin vonbrigði: „Ekki margar sem hafa ýtt við mér“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að reynsluminni leikmenn þurfi að stíga upp í ljósi mikilla fráfalla landsliðskvenna í komandi landsliðsverkefni. Þó kveðst hann vonsvikinn með að fáir leikmenn í Bestu deild kvenna hafi gert raunverulegt tilkall til landsliðssætis.

Fótbolti
Fréttamynd

Sandra lítið spilað en er valin í lands­liðið: „Stend og fell með þessari á­kvörðun“

Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið.

Fótbolti