Fótbolti

Þor­steinn stillir upp sama byrjunar­liði og í síðasta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir heldur sæti sínu í byrjunarliðinu. Vísir/Diego

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að stilla upp sama byrjunarliði í kvöld og í tapleiknum á móti Þýskalandi í síðasta glugga.

Íslensku stelpurnar mæta Wales í kvöld en þær hafa tapað þremur leikjum í röð frá því að liðið vann 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum.

Íslenska liðið tapaði 2-0 fyrir Þýskalandi í síðasta leik sínum og Þorsteinn gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik.

Hin unga Sædís Rún Heiðarsdóttir heldur því sæti í liðinu alveg eins og Hafrún Rakel Halldórsdóttir en þær komu báðar inn í byrjunarliðið í síðasta glugga.

Íslenska liðið hefur þriggja stiga forskot á Wales í baráttunni um þriðja sæti riðilsins en það sæti gefur þátttökurétt í umspilsleikjum um áframhaldandi sæti í A-doldinni. Liðið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B-deild.

Átta leikmenn íslenska liðsins hafa byrjað alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni en það eru markvörðurinn Telma Ívarsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og svo þær Guðrún Arnardóttir, Hildur Antonsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Sandra María Jessen.

  • Byrjunarlið Íslands:
  • Telma Ívarsdóttir
  • Guðrún Arnardóttir
  • Glódís Perla Viggósdóttir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir
  • Hafrún Rakel Halldórsdóttir
  • Selma Sól Magnúsdóttir
  • Hildur Antonsdóttir
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
  • Sandra María Jessen
  • Hlín Eiríksdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×