Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

„Lang­stærsti búninga­samningur sem HSÍ hefur gert“

Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðin spila í Adidas næstu árin

Íslensku handboltalandsliðin spila í búningum frá Adidas næstu árin. Handknattleikssamband Íslands hefur skrifað undir samning við þýska íþróttavöruframleiðandann. 

Handbolti
Fréttamynd

Er HSÍ í sam­starfi við Adidas eða ekki?

Athygli vakti að landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas á blaðamannafundi vegna landsliðshóps Íslands fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta. Ekkert var minnst á samstarf við íþróttaframleiðandann á fundinum.

Handbolti
Fréttamynd

Sandra í lands­liðinu þremur mánuðum eftir barns­burð

Einn nýliði er í hópi íslenska kvennalandsliðsins sem Arnar Pétursson valdi fyrir tvo vináttuleiki gegn Póllandi. Þá snýr Rut Jónsdóttir aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru og Sandra Erlingsdóttir er valin aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist barn.

Handbolti
Fréttamynd

„Stór partur af mér sem per­sónu“

„Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Við auðvitað töpuðum leiknum svo maður var smá tapsár en sældartilfinningin eiginlega trompaði það,“ segir Karen Knútsdóttir um fyrsta handboltaleik sinn í rúm tvö ár. Hún er snúin aftur á völlinn og ætlar að loka handboltaferlinum á eigin forsendum.

Handbolti
Fréttamynd

Lilja tognuð á ökkla og frá næsta mánuðinn

Lilja Ágústsdóttir, landsliðskona Íslands og leikmaður Íslandsmeistara Vals, verður frá næstu fjórar til fimm vikurnar. Hún missir því af næstu leikjum Vals en þar á meðal eru leikir í Evrópubikarkeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Tap gegn Tékkum í lokaleiknum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta varð að sætta sig við fimm marka tap gegn heimakonum, 26-21, í þriðja og síðasta leik sínum á æfingamóti í Tékklandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu marka sigur Ís­lands

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tíu marka sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart, 35-25. Ísland er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í nóvember.

Handbolti
Fréttamynd

Töpuðu með ellefu í Tékk­landi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Póllandi með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna á þriggja liða æfingamóti sem fram fer í Cheb í Tékklandi, lokatölur 26-15.

Handbolti
Fréttamynd

Fóru illa að ráði sínu gegn Egyptum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri gerði jafntefli við Egyptaland, 20-20, í fyrri leik liðsins í milliriðlakeppni á HM í Kína.

Handbolti
Fréttamynd

„Miklar til­­finninga­­sveiflur sem tóku við“

Elín Klara Þor­kels­dóttir var valin í úr­vals­lið HM í hand­bolta fyrst ís­lenskra kvenna á dögunum eftir frá­bæra frammi­stöðu með undir tuttugu ára lands­liði Ís­lands sem náði besta árangri ís­lensks kvenna­lands­liðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Ís­lands á mótinu ein­stakan. Per­sónu­leg frammi­staða Elínar, sem er leik­maður Hauka, á HM mun án efa varpa kast­ljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í at­vinnu­mennsku alveg strax.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Klara valin í lið mótsins á HM

Íslenska handboltakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í liði mótsins á heimsmeistaramóti tuttugu ára landsliða sem lauk í Norður Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar urðu í sjöunda sæti sem er besti árangur Íslands á þessu móti.

Handbolti