Innlent

Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10

Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson.



Matthías Máni, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir að hafa reynt að myrða fyrrverandi stjúpmóður sína, gaf sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum snemma í morgun. Matthías var vopnaður. Hann var með hlaðinn riffil, fjölda skotfæra, hljóðdeyfi, öxi, hnífa og sporjárn. Hann var vel haldinn í hlýjum fötum og með matvæli og kort.



Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni síðastliðinn mánudag. Stuttu áður hafði hann haft samband við konuna og hótað henni og börnum hennar lífláti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×