Landsbankinn

Fréttamynd

Lands­bankinn hækkar vextina

Landsbankinn tilkynnti síðdegis í gær um hækkun á vöxtum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans og tekur ný vaxtatafla gildi í dag. Arion banki tilkynnti sömuleiðis um vaxtahækkanir í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Benedikt er launahæsti bankastjórinn

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur fellst á kröfu Björg­ólfs Thors um van­hæfi

Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn

Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­bankinn varar við á­formum um ríkis­lausn í greiðslu­miðlun

Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað.

Innherji
Fréttamynd

Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna

Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum.

Innherji
Fréttamynd

Spá því að vextir hækki um heila prósentu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efling færir margra milljarða verð­bréfa­eign sína al­farið til Lands­bankans

Stéttarfélagið Efling var með samtals nálægt tíu milljarða króna í verðbréfasjóðum og innlánum hjá Landsbankanum um síðustu áramót eftir að hafa ákveðið að losa um allar eignir sínar í öðrum fjármálafyrirtækjum og færa þær alfarið yfir til ríkisbankans. Verðbréfaeign Eflingar lækkaði um 284 milljónir að markaðsvirði á liðnu ári, sem má að stærstum hluta rekja til boðaðra aðgerða fjármálaráðherra um að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samningar við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans.

Innherji
Fréttamynd

Krist­rún vill að minnsta kosti Lands­bankann eftir sem áður í eigu ríkisins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn tapaði Borgunar­málinu í héraðs­dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu.

Innherji