Marel Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. Viðskipti innlent 20.12.2024 14:23 Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Sérstök fjárfestakynning fer fram með stjórnendum Marel og JBT í höfuðstöðvum Marel á Íslandi í dag. Kynningin hófst klukkan 13 en hægt er að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 11.12.2024 13:27 Stærstu sjóðirnir fallast á tilboð JBT og telja sameinað félag álitlega fjárfestingu Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði. Innherji 7.12.2024 13:16 Ætla að samþykkja tilboð JBT og vonast til að margir hluthafar haldi eftir bréfum Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna. Innherji 6.12.2024 12:47 Framkvæmdastjórn ESB veitir samþykki sitt fyrir yfirtökunni á Marel Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu og Ástralíu hafa gefið blessun sína fyrir yfirtöku John Bean Technologies á Marel og er því núna búið að ryðja í burtu síðustu hindrunum fyrir viðskiptunum gagnvart eftirlitsstofnunum. Fáist samþykki frá að lágmarki níutíu prósent hluthafa Marel við tilboðinu frá JBT á allra næstu vikum mun samruninn formlega klárast á fyrstu dögum næsta árs og meðal annars hafa í för með sér nærri hundrað milljarða útgreiðslu til innlendra fjárfesta. Innherji 27.11.2024 16:30 Undir hluthöfum komið hvort skráning sameinaðs félags hér heima heppnist Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir. Innherji 26.11.2024 07:55 Gjaldeyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt. Innherji 19.11.2024 12:23 Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Skúli Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish, sem ber ábyrgð á vöruþróun, sölu, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini Marel í fiskiðnaði. Viðskipti innlent 5.11.2024 09:23 Búast við að klára samrunann við Marel í árslok nú þegar styttist í samþykki ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú gefið til kynna að hún sé reiðubúin að taka á móti formlegi tilkynningu vegna samruna John Bean Technologies (JBT) og Marel en stjórnendur bandaríska félagsins telja að yfirlýst áform um að klára viðskiptin undir árslok eigi að ganga eftir. Hlutabréfaverð JBT hefur rokið upp eftir að afkoman á þriðja ársfjórðungi var yfir væntingum greinenda en félagið skilaði mettekjum og framlegðin batnaði sömuleiðis verulega. Innherji 23.10.2024 13:40 Fer frá Marel yfir í hlutabréfagreiningar hjá Fossum Einn af fjárfestatenglum Marels, sem stefnir að því að klára samruna við JBT á næstu mánuðum, hefur látið af störfum hjá íslenska félaginu og er að ganga til liðs við Fossa fjárfestingabanka. Innherji 18.9.2024 10:39 Árni verður hægri hönd Decks Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:07 Blanda af reiðufé og hlutabréfum í JBT „hentar Eyri Invest vel“ Það er mat stjórnar Eyris Invest, langsamlega stærsti eigandi Marels, að væntanlegur samruni við bandaríska fyrirtækið JBT sé „afar jákvætt skref“ fyrir Marel og að blönduð greiðsla í formi hlutabréfa og reiðufjár henti fjárfestingafélaginu vel, meðal annars með hliðsjón af skuldsetningu þess. Stjórnendateymi sprotafjárfestinga Eyris, sem hafa verið færðar talsvert niður í virði vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum, forgangsraðar núna verkefnum og mun halda áfram að styðja við völd félög í eignasafninu. Innherji 12.9.2024 13:56 Afkoma Eyris rétti út kútnum eftir að yfirtökutilboð barst í Marel Eftir að hafa tapað samtals nærri hundrað milljörðum samhliða miklu verðfalli á hlutabréfaverði Marels á árunum 2022 og 2023 varð viðsnúningur í afkomu Eyris Invest á fyrri árshelmingi sem skilaði sér í lítilsháttar hagnaði þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist nokkuð milli ára. Virði eignarhlutar Eyris í fjölmörgum fjárfestingafélögum í nýsköpun hélst nánast óbreytt en áður hafði það verið fært niður um marga milljarða. Innherji 10.9.2024 06:32 Þarf peningana við kaupin á Marel til að útboð Íslandsbanka gangi upp Markaðsaðstæður eru krefjandi fyrir ríkið að selja stóran hlut í Íslandsbanka fyrir áramót og til að þau áform gangi eftir þurfa innlendir fjárfestar að nýta hluta af reiðufé sem fæst við samruna JBT og Marel til kaupanna. Það er ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðir eða erlendir sjóðir kaupi stóran hlut í útboðinu, að sögn viðmælenda Innherja, sem nefna að óskynsamlegt sölufyrirkomulag kunni að leiða til þess að bréfin fáist á betra verði en ella sem skapi tækifæri fyrir fjárfesta. Innherji 6.9.2024 07:30 Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26.8.2024 15:03 Kveður Marel og verður aðstoðarforstjóri Kapp Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Viðskipti innlent 26.8.2024 12:57 Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12.8.2024 13:28 Stórt skref stigið í yfirtöku JBT á Marel Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf. Viðskipti innlent 8.8.2024 23:31 Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. Innherji 25.7.2024 10:20 Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. Innherji 3.7.2024 15:04 Bein útsending: Kynna yfirtökutilboðið JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:31 „Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. Innherji 24.6.2024 08:19 Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einkafjárfestarnir Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel. Viðskipti innlent 5.6.2024 15:43 Nýtt verðmat Marels nokkru lægra en yfirtökutilboð JBT Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum. Innherji 3.6.2024 12:22 Teygist aðeins á að yfirtökutilboð JBT í Marel berist Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní. Innherji 31.5.2024 16:01 „Fyrirvarinn var í rauninni enginn“ Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust. Innlent 28.5.2024 19:21 Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13 Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. Innlent 24.5.2024 14:43 Seðlabankinn og Kauphöllin stigu inn í viðræður Marels og JBT Kauphöllin og Fjármálaeftirlit Seðlabankans sagði stjórnendum Marels hinn 24. nóvember að það yrði að upplýsa um hver hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um tilboð í félagið. Ekki væri nóg að greina einungis frá tilvist þess. Í kjölfarið var tilkynnt til Kauphallarinnar að John Bean Technologies (JBT) væri tilboðsgjafinn en fyrirtækin tvö áttu í óformlegum viðræðum um samruna á árunum 2017 og 2018. Innherji 21.5.2024 18:16 Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði. Innherji 13.5.2024 14:26 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. Viðskipti innlent 20.12.2024 14:23
Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Sérstök fjárfestakynning fer fram með stjórnendum Marel og JBT í höfuðstöðvum Marel á Íslandi í dag. Kynningin hófst klukkan 13 en hægt er að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 11.12.2024 13:27
Stærstu sjóðirnir fallast á tilboð JBT og telja sameinað félag álitlega fjárfestingu Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði. Innherji 7.12.2024 13:16
Ætla að samþykkja tilboð JBT og vonast til að margir hluthafar haldi eftir bréfum Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna. Innherji 6.12.2024 12:47
Framkvæmdastjórn ESB veitir samþykki sitt fyrir yfirtökunni á Marel Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu og Ástralíu hafa gefið blessun sína fyrir yfirtöku John Bean Technologies á Marel og er því núna búið að ryðja í burtu síðustu hindrunum fyrir viðskiptunum gagnvart eftirlitsstofnunum. Fáist samþykki frá að lágmarki níutíu prósent hluthafa Marel við tilboðinu frá JBT á allra næstu vikum mun samruninn formlega klárast á fyrstu dögum næsta árs og meðal annars hafa í för með sér nærri hundrað milljarða útgreiðslu til innlendra fjárfesta. Innherji 27.11.2024 16:30
Undir hluthöfum komið hvort skráning sameinaðs félags hér heima heppnist Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir. Innherji 26.11.2024 07:55
Gjaldeyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt. Innherji 19.11.2024 12:23
Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Skúli Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish, sem ber ábyrgð á vöruþróun, sölu, framleiðslu og þjónustu fyrir viðskiptavini Marel í fiskiðnaði. Viðskipti innlent 5.11.2024 09:23
Búast við að klára samrunann við Marel í árslok nú þegar styttist í samþykki ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú gefið til kynna að hún sé reiðubúin að taka á móti formlegi tilkynningu vegna samruna John Bean Technologies (JBT) og Marel en stjórnendur bandaríska félagsins telja að yfirlýst áform um að klára viðskiptin undir árslok eigi að ganga eftir. Hlutabréfaverð JBT hefur rokið upp eftir að afkoman á þriðja ársfjórðungi var yfir væntingum greinenda en félagið skilaði mettekjum og framlegðin batnaði sömuleiðis verulega. Innherji 23.10.2024 13:40
Fer frá Marel yfir í hlutabréfagreiningar hjá Fossum Einn af fjárfestatenglum Marels, sem stefnir að því að klára samruna við JBT á næstu mánuðum, hefur látið af störfum hjá íslenska félaginu og er að ganga til liðs við Fossa fjárfestingabanka. Innherji 18.9.2024 10:39
Árni verður hægri hönd Decks Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:07
Blanda af reiðufé og hlutabréfum í JBT „hentar Eyri Invest vel“ Það er mat stjórnar Eyris Invest, langsamlega stærsti eigandi Marels, að væntanlegur samruni við bandaríska fyrirtækið JBT sé „afar jákvætt skref“ fyrir Marel og að blönduð greiðsla í formi hlutabréfa og reiðufjár henti fjárfestingafélaginu vel, meðal annars með hliðsjón af skuldsetningu þess. Stjórnendateymi sprotafjárfestinga Eyris, sem hafa verið færðar talsvert niður í virði vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum, forgangsraðar núna verkefnum og mun halda áfram að styðja við völd félög í eignasafninu. Innherji 12.9.2024 13:56
Afkoma Eyris rétti út kútnum eftir að yfirtökutilboð barst í Marel Eftir að hafa tapað samtals nærri hundrað milljörðum samhliða miklu verðfalli á hlutabréfaverði Marels á árunum 2022 og 2023 varð viðsnúningur í afkomu Eyris Invest á fyrri árshelmingi sem skilaði sér í lítilsháttar hagnaði þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist nokkuð milli ára. Virði eignarhlutar Eyris í fjölmörgum fjárfestingafélögum í nýsköpun hélst nánast óbreytt en áður hafði það verið fært niður um marga milljarða. Innherji 10.9.2024 06:32
Þarf peningana við kaupin á Marel til að útboð Íslandsbanka gangi upp Markaðsaðstæður eru krefjandi fyrir ríkið að selja stóran hlut í Íslandsbanka fyrir áramót og til að þau áform gangi eftir þurfa innlendir fjárfestar að nýta hluta af reiðufé sem fæst við samruna JBT og Marel til kaupanna. Það er ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðir eða erlendir sjóðir kaupi stóran hlut í útboðinu, að sögn viðmælenda Innherja, sem nefna að óskynsamlegt sölufyrirkomulag kunni að leiða til þess að bréfin fáist á betra verði en ella sem skapi tækifæri fyrir fjárfesta. Innherji 6.9.2024 07:30
Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26.8.2024 15:03
Kveður Marel og verður aðstoðarforstjóri Kapp Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Viðskipti innlent 26.8.2024 12:57
Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12.8.2024 13:28
Stórt skref stigið í yfirtöku JBT á Marel Hluthafar bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) samþykktu á hluthafafundi í dag heimild til útgáfu nýs hlutafjár í tengslum við valfrjálst tilboð félagsins í allt útistandandi hlutafé í Marel hf. Viðskipti innlent 8.8.2024 23:31
Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára. Innherji 25.7.2024 10:20
Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. Innherji 3.7.2024 15:04
Bein útsending: Kynna yfirtökutilboðið JBT og Marel munu halda opinn fjárfestafund í dag klukkan 13 í höfuðstöðvum Arion Banka í Borgartúni 19 og kynna valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel. Sýnt verður frá fundinum á Vísi. Viðskipti innlent 24.6.2024 12:31
„Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja. Innherji 24.6.2024 08:19
Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einkafjárfestarnir Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel. Viðskipti innlent 5.6.2024 15:43
Nýtt verðmat Marels nokkru lægra en yfirtökutilboð JBT Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum. Innherji 3.6.2024 12:22
Teygist aðeins á að yfirtökutilboð JBT í Marel berist Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní. Innherji 31.5.2024 16:01
„Fyrirvarinn var í rauninni enginn“ Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust. Innlent 28.5.2024 19:21
Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13
Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. Innlent 24.5.2024 14:43
Seðlabankinn og Kauphöllin stigu inn í viðræður Marels og JBT Kauphöllin og Fjármálaeftirlit Seðlabankans sagði stjórnendum Marels hinn 24. nóvember að það yrði að upplýsa um hver hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um tilboð í félagið. Ekki væri nóg að greina einungis frá tilvist þess. Í kjölfarið var tilkynnt til Kauphallarinnar að John Bean Technologies (JBT) væri tilboðsgjafinn en fyrirtækin tvö áttu í óformlegum viðræðum um samruna á árunum 2017 og 2018. Innherji 21.5.2024 18:16
Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði. Innherji 13.5.2024 14:26