Karl III Bretakonungur

Fréttamynd

Segist ekki hafa verið Meg­han Mark­le í dular­gervi

Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fögnuðu krýningu Karls III

Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum.

Lífið
Fréttamynd

„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíba­hafi

For­sætis­ráð­herra eyja­ríkisins Sankti Vin­sent og Grenadína í Karíba­hafi segir það „absúrd“ að Karl Breta­konungur sé þjóð­höfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valda­tíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífs­tíð.

Erlent
Fréttamynd

Vil­hjálmur sagði að Elísa­bet hefði verið stolt

Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið.

Erlent
Fréttamynd

Krýning Karls III Bretakonungs í myndum

Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 

Erlent
Fréttamynd

Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti

Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Karl krýndur konungur

Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi

Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Harry mætti einsamall

Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn.

Lífið
Fréttamynd

Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár

Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Love Is­land stjarna fékk ó­vænt boð í krýningu Karls

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Tasha Ghouri hefur fengið ó­vænt boð um að vera við­stödd há­tíðar­höld vegna krýningu Karls Breta­konungs þann 6. maí næst­komandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík

Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30.

Lífið
Fréttamynd

Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum.

Lífið
Fréttamynd

Guðni og Eliza verða við­stödd krýningu Karls

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 

Innlent
Fréttamynd

Kamilla ekki kölluð kona konungs

Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort).

Erlent
Fréttamynd

„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“

Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn

Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn.

Lífið
Fréttamynd

Ó­rjúfan­leg vin­átta þjóðanna tveggja

Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar vilja ekki borga með Karli

Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry

Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry.

Lífið