Hafnarmál

Fréttamynd

Efast um að skemmti­ferða­skip séu góð nýting auð­linda

Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum.

Innlent
Fréttamynd

Flutninga­skip situr fast við Horna­fjörð

Barbadoska flutningaskipið Wilson Dublin situr nú fast í innsiglingunni við Hornafjörð. Litlar líkur eru á að skipið hafi orðið fyrir skemmdum en það á að losna þegar fer að flæða í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að sanna meint ein­elti af hálfu Írisar

Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu.

Innlent
Fréttamynd

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnar­stjóri

Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­boð­leg staða“ í Vest­manna­eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði

Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins.

Innlent