Stóra kókaínmálið 2022 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15 Framburður lykilvitnis fyrir dómi ekki talinn trúverðugur Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framburður Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu hafi í öllum aðalatriðum verið ótrúverðugur. Hið sama megi segja um framburð lykilvitnis í málinu sem hafi um langt skeið verið útsettur fyrir verulegri hættu á eftirmálum ef hann tengdi Pétur Jökul við málið. Innlent 30.8.2024 11:48 Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. Innlent 29.8.2024 11:40 Fengu ábendingu um Guðlaug, Halldór og Svedda Tönn Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu. Innlent 20.8.2024 09:00 Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. Innlent 16.8.2024 17:56 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. Innlent 16.8.2024 14:20 Krefst að lágmarki sex og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Jökli Saksóknari gerir þá kröfu að Pétur Jökull Jónasson fái að lágmarki sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Verjandi hans segir mikinn galla á rannsókn lögreglu þar sem dregið hafi verið stórar ályktanir án beinna sönnunargagna. Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 16.8.2024 11:55 Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Innlent 16.8.2024 09:34 Pétur Jökull er Pj Glaze Pétur Jökull Jónasson sem ákærður er fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni og réttað hefur verið yfir síðustu daga í Héraðsdómi Reykjavíkur er líka tónlistarmaður. Hann hefur gefið út raftónlist undir listamannsnafninu Pj Glaze. Þá spilaði hann líka á hljómborð í rafhljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome. Tónlist 14.8.2024 13:25 Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. Innlent 13.8.2024 21:00 Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.8.2024 13:45 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. Innlent 13.8.2024 12:35 Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. Innlent 12.8.2024 12:17 Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. Innlent 12.8.2024 11:03 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. Innlent 12.8.2024 10:35 Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. Innlent 12.8.2024 09:21 Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. Innlent 26.6.2024 14:31 Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. Innlent 26.6.2024 11:04 Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Innlent 26.6.2024 08:09 Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Innlent 20.6.2024 11:09 Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. Innlent 4.6.2024 18:20 Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Innlent 27.5.2024 19:06 Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Innlent 21.5.2024 20:26 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. Innlent 13.5.2024 22:02 Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. Innlent 5.3.2024 15:42 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Innlent 29.2.2024 12:29 Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur. Innlent 28.2.2024 14:26 Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. Innlent 27.2.2024 12:02 Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. Innlent 17.2.2024 12:30 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Innlent 25.11.2023 11:43 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15
Framburður lykilvitnis fyrir dómi ekki talinn trúverðugur Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framburður Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu hafi í öllum aðalatriðum verið ótrúverðugur. Hið sama megi segja um framburð lykilvitnis í málinu sem hafi um langt skeið verið útsettur fyrir verulegri hættu á eftirmálum ef hann tengdi Pétur Jökul við málið. Innlent 30.8.2024 11:48
Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. Innlent 29.8.2024 11:40
Fengu ábendingu um Guðlaug, Halldór og Svedda Tönn Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu. Innlent 20.8.2024 09:00
Sagði Pétri Jökli að skipta um síma í snarheitum Verjandi Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu telur lögreglu hafa farið fram úr sér þegar hún dró þá ályktun að huldumaður sem skipulagði innflutninginn héti Pétur. Í framhaldi hefði allt verið gert til að tengja Pétur Jökul við málið. Hann hafi ráðlagt Pétri Jökli að losa sig við símann sinn í Taílandi svo yfirvöld þar gætu ekki haft uppi á honum. Innlent 16.8.2024 17:56
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. Innlent 16.8.2024 14:20
Krefst að lágmarki sex og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Jökli Saksóknari gerir þá kröfu að Pétur Jökull Jónasson fái að lágmarki sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Verjandi hans segir mikinn galla á rannsókn lögreglu þar sem dregið hafi verið stórar ályktanir án beinna sönnunargagna. Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 16.8.2024 11:55
Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Innlent 16.8.2024 09:34
Pétur Jökull er Pj Glaze Pétur Jökull Jónasson sem ákærður er fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni og réttað hefur verið yfir síðustu daga í Héraðsdómi Reykjavíkur er líka tónlistarmaður. Hann hefur gefið út raftónlist undir listamannsnafninu Pj Glaze. Þá spilaði hann líka á hljómborð í rafhljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome. Tónlist 14.8.2024 13:25
Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. Innlent 13.8.2024 21:00
Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.8.2024 13:45
Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. Innlent 13.8.2024 12:35
Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. Innlent 12.8.2024 12:17
Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. Innlent 12.8.2024 11:03
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. Innlent 12.8.2024 10:35
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. Innlent 12.8.2024 09:21
Samhljóða ákærur leiddu til þungra dóma Ákæra á hendur Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður er fyrir þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða, er samhljóða ákærum á hendur þeim fjórum sem þegar hafa hlotið þunga refsidóma í málinu. Landsréttur taldi því engin efni til að vísa ákærunni frá. Innlent 26.6.2024 14:31
Landsréttur snýr frávísuninni við Landsréttur ógilti í gær frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Pétur Jökuls Jónassonar, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða. Héraðsdómur taldi ákæru ekki innihalda nægilega nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls. Innlent 26.6.2024 11:04
Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Innlent 26.6.2024 08:09
Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Innlent 20.6.2024 11:09
Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. Innlent 4.6.2024 18:20
Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Innlent 27.5.2024 19:06
Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Innlent 21.5.2024 20:26
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. Innlent 13.5.2024 22:02
Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. Innlent 5.3.2024 15:42
Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Innlent 29.2.2024 12:29
Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur. Innlent 28.2.2024 14:26
Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. Innlent 27.2.2024 12:02
Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. Innlent 17.2.2024 12:30
Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Innlent 25.11.2023 11:43
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti