Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 12:29 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira